Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 29

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 29
og aðeins 6% konur skortir þó inikið á að þarna fáist rétt mynd. Leggur Alþýðubanda- lagið áherslu á að í þessu efni verði róttæk breyting í næstu kosningum. Stefnt skal að því, að konur skipi um helming sæta á listum Alþýðubandalagsins við næstu sveitarstjórnarkosningar. Við alla skipulagningu og uppbyggingu byggðar, á viðmiðunin að vera fólkið sjálft, einstaklingar og fjölskyldur. Taka þarf tillit til þarfa barna og öryggis þeirra og sjá til þess að félagslegar þjónustustofnanir komi samhliða.” Miðstjórnarkjörið og kaflinn í stjórnmála- ályktuninni mn jafnréttismál sýndu greini- lega að Alþýðubandalagið endurspeglar vel hina mikilvægu vitundarvakningu kvenna. I stjórnmálaályktuninni segir m.a.: „Alþýðubandalagið leggur höfuðáherslu á jafnrétti karla og kvenna til starfa og stjórn- unar í þjóðfélaginu. Til þess að svo megi verða þarf að leggja áherslu á uppbyggingu dagvistarstofnana, styttingu vinnutíma og jafnréttis í launagreiðslum. Tryggja þarf öllum þegnum þjóðfélagsins öruggt hús- næði, sem taki mið af þörfum fjölskyldunn- ar, ungra jafnt sem aldinna. Stórátak þarf að gera í málefnum fatlaðra, þó að verulegt verk hafi þar verið unnið. í at- vinnumálum, húsnæðismálum og ferlimál- um fatlaðs fólks er enn margt ógert. Fyrir- byggjandi aðgerðir þarf að auka með því aí efla vinnuvernd og slysavarnir. Jafnrétti í lífeyrismálum er baráttumál flokksins sem fyrr og leggur fundurinn áherslu á að samtengdu og verðtryggðu líf- eyriskerfi fyrir alla landsmenn verði komið á. Málefni aldraðra eru mikilvægur þáttur í farsælli afkomu fjölskyldnanna í landinu. Þá þarf sérstaklega að vinna að því að leiðrétta misrétti i kjörurn og aðstöðu fólks sem stafar af búsetu... ...Flokksráðsfundurinn leggur áherslu á að flokkurinn fylgi hvarvetna fram jafnrétt- isstefnu í starfi sínu á öllum sviðum og heitir á flokksfélög að stuðla að sem jafnastri hlut- deild karla og kvenna í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Alþýðubandalagið telur brýnt að gerðar verði enn frekari ráðstafanir til þess að jafna lifskjörin og að áfram verði haldið á þeirri braut að knýja fram félagsleg réttindamál launafólks. 205

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.