Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 30

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 30
Gísla saga Súrssonar og eðliskostir íslendinga i. Gísli Súrsson, uppreisnarmaðurinn og útlaginn Með kvikmyndinni um Gísla Súrsson, — Útlaganum —, höfum við íslendingar í fyrsta skipti fengið á þessu stórfenglega tjáningartæki nútímans kvikmynd, sem gefur nútímamönnum rétta, djarfhuga og hvetjandi mynd af lífi, sem eitt sinnvar lifað hér, — persónuum, sem barist hafa og brotið vandamál þess tíma til mergjar — og veitt þjóð vorri arf, sem enn lifir og berst í blóði hennar, huga og sál. Tækni öll og leiklist eru með ágætum og eiga þeir Ágúst Guðmundsson sem stjórnandi og Arnar Jónsson í hlutverki Gísla ekki síst sérstakar þakkir skilið — og skal þarmeð ekki dregið úr þeirri þakkarskuld, sem þjóðin stendur í við alla aðra aðila þessa listaverks. En bestu íslendingasögurnar eins og Gísla saga eru oss ekki aðeins bókmenntaarfur, sem skipar þjóð vorri í fremsta sess með helstu bókmenntaþjóðum heims. Eðli bestu persónanna í þessum sögum gáfu þjóð vorri líka siðferðilegan þrótt, arf, sem entist oss í gegnum allar aldir kúgunarinnar og skipar þessari fámennu þjóð sérstakan sess meðal þjóða heims, meðan hún varðveitir þann arf í lífi sínu jafnt sem list. — Því Gísla saga segir oss frá fólki, sem lifði og háði sína baráttu í lok 10. aldar, — hún er engin „lygisaga”, — heldur frásögn snjallra ritara (,,tvær gerðir”) af fólki, sem raunverulega lifði og var búið þeim mannkostum — og göllum — sem sagan greinir frá. Við skulum ekki láta neina þá, sem ekki þekkja eðliskosti þess fólks, sem enn lifði í hugarheimi hins forna frjálsa ættarsamfé- lags, villa okkur sýn í þessum efnum. Hin snjöllu svör og ógleymanlegu ræður (— eins og Einars Þveræings) bárust mann frá manni, frá einni kynslóð til hinnar næstu hjá því fólki, sem hvorki kunni að lesa né skrifa og hafði því fádæma gott minni og frásögu- og framsagnarlist að sama skapi.1 Gísla saga gefur oss innsýn í það þjóð- félagsástand, sem ríkir í lok 10. aldar. Hinir frjálsu menn, karlar sem konur, vilja ekki una því að upp komi hér álíka höfðingjavald — eða jafnvel konungsvald — og það, er þeir eða forfeður þeirra höfðu risið gegn með ferðinni út til íslands. Eðliskostir hins frjálsa karls og konu birt- ast hvað eftir annað í tilsvörum hinna ýmsu sögu-persóna: Gísli segir við Þorkel bróður sinn að skiln- aði: ,,Nú þykist þú öllum fótum í jötu standa og vera vinur margra höfðingja og uggir nú ekki að þér; en ég er sekur og hefi ég mikinn fjandskap margra manna; en það kann ég þér að segja að þú munt fyrr drepinn en ég. Og munum vér nú skilja og ver en vera skyldi og sjást aldrei síðan, enn vita skaltu að ekki myndi ég svo við þig gera.” (leturbr. min) 206

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.