Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 44

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 44
Tvcir af herrum Du Poinl-samsleypunnar kafbáta í auðvaldsheiminum. Ennfremur er G.D. orðið annar stærsti framleiðandi or- ustuflugvéla í Bandaríkjunum, — McDonnell stærstur. Og sífellt bætast við nýjar gerðir drápstækja hjá G.D. Að sama skapi eykst peningaveltan hjá G.D., frá 1974 til 1978 um 63%. Gróðinn jókst um 173%. Og framtíðin er örugg: G.D. hefur pantanir til langs tíma, er nema 14 miljörðum dollara. í þjónustu auðfélagsins vinna 77þúsundstarfsmenn. Framleiðslan á flugvélum, sem fara hraðar en hljóðið, er ekki takmörkuð við Bandaríkin. G.D. á pantarir á þeim til framleiðslu næstu áratugi: 1396 fyrir Bandaríkin, 348 fyrir Belgíu, Holland, Danmörk og Noreg, 75 fyrir ísrael, 24 fyrir Suður-Kóreu: alls ca. 9 miljarða dollara sala, en G.D. býst við aukn- ingu upp í 5000 stykki! Framleiðslan á kafbátum, einkum eld- flaugakafbátum af nýrri ,,Trident”-gerð með 24 skotstæðum (áður 16) er hafin. Aðeins á árinu 1981 kostar sú framleiðsla 2,14 miljarða dollar, en reiknað er með 30 miljarða heildarkostnaði. G.D. er stórframleiðandi hinna mikið um- töluðu ,,Cruise Missiles”, sem Reagan er að reyna að kúga Vestur-Evrópu-ríki til að kaupa. — Hinsvegar varð G.D. undir í sam- keppninni við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar um framleiðslu 120 sprengjuflugvéla B-52 1. G.D. framleiðir eldflaugar þúsundum saman, 1978 t.d. fyrir 81 miljón dollara. Ennfremur hefst um miðjan þennan áratug hjá G.D. framleiðsla fylgihnatta, tuttugu og fjögra, er skotið verður á loft og fara hring- inn í kringum jörðina í 16—20 þúsund kílómetra hæð. Með þeim er hægt að stýra eldflaugum, sem skotið er heimsálfa á milli, þannig að þær hitti skotmarkið með slíkri nákvæmni að ekki skeiki meir en 10 metrum til eða frá. Þá er G.D. stórframleiðandi herskipa og alls þess er flugvélar og eldflaugar snertir. Og það er ekki skorið við nögl, þegar gróð- inn er ákveðinn. Seymour Melman, prófess- or í iðnaðartækni við Columbía háskólann, reit um þær aðferðir, að þar sem venjuleg iðjufyrirtæki reyndu að framleiða sem ódýr- ast, þá hefðu þau fyrirtæki, er vinna fyrir Pentagon (það er hermálaráðuneytið), fram- leiðsluna sem dýrasta. Þannig var kjarnorkusprengju-flugvélin F III, sem G.D. framleiðir, upphaflega áœtl- uð á 3 miljónir dollara, en kostar 9 miljónir 220

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.