Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 37

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 37
miðstjórnarfélögum sínum, Alfredo Alcorta og Julio Rojas fyrir dómstól en m.a.s. sá dómstóll neyddist til að sýkna þá. En fasista- stjórnin lét taka hann og setja í pyntingarhel- víti stjórnarinnar í Asuncion. Þar var Antonio Maidana í 19 ár, — án dóms og laga. Gífurleg mótmælaalda knúði fram frelsi hans 1977. Hafði flokkurinn þá kjörið hann formann sinn 1971. Allan þann tíma, sem hann sat í þessu fangelsi fékk hann engan póst, engin blöð, engar bækur, engan pappír til að skrifa á og auðvitað ekkert útvarp. Það átti að brjóta hann og aðra félaga hans, — stundum 13 í 8 fermetra klefa — andlega á bak aftur. En það tókst ekki. ,,Við fengum að vita um sigur Castros á Kúbu. Það var varðmaður hlynntur okkur, sem hvíslaði því að okkur,” — sagði Antonio 1978, er hann var frjáls og heimsótti m.a. þýska alþýðulýðveldið. En þótt Antonio nyti frelsisins eftir þessa löngu fangelsisnótt og þyrfti margt að sjá og •esa og kynna sér, knúði skyldan hann til að halda aftur til Suður-Ameríku í nánd við föðurland sitt, er hann vildi frelsa úr fasista- klóm. En sameiginlega tókst leynilögreglu Argentínu og CIA Bandaríkjanna að kló- festa hann í ágúst 1980 og afhentu hann fasistalögreglu Stroessners. — Aftur var hann kominn í klær þessara fasista, sem hræðast hann svo að þeir hafa hettu yfir höfði hans, svo hann þekist ekki. Situr hann nú í fangabúðunum Emoscada, — sem alþýðan kallar Bastiljuna —. Vél- byssurnar eru allt um kring þetta pyntingar- víti. — En að lokum munu kröfur alþýðu um all- an heim aftur frelsa þessa hetju, — ef fas- istastjórninni, — vinum og samherjum Reagans og Nató — tekst ekki að murka lífið úr þessum kommúnista, sem hefur orðið að sitja í dýflissum fasista þriðjung ævi sinnar. Þess skal getið til að skýra vináttuböndin milli fasista Paraguay og Reagans Banda- ríkjaforseta að bandarísku auðfélögin Trend Ressources International Ltd. og Teton Ex- ploration Drilling Co. fengu einkarétt — gegn góðu gjaldi — til að hagnýta miklar málmnámur í Chaco-héraði Paraguays. Sömuleiðis hafa bandarískir olíuhringir fengið aðgang að mörgum olíulindum Paraguays. Og meðan þessir auðhringir stór- græða, lifir alþýðan við sárustu fátækt — og þeir sem fyrir rétti hennar og frelsi berjast eru pyntaðir í fangelsum. Rita íbarburu Rita Ibarburu er fædd 1915 í San Jose í Uruguay. Hún lærði læknisfræði, gekk í æskulýðssamband Kommúnista og síðan í flokkinn. Frá 1955 vann hún í flokksforust- unni og stjórnaði hinu fræðilega riti flokks- ins „Estudios”. Síðan varð hún ritstjóri kvennablaðs flokksins „Nosotras”. Árið 1973 braust einræðisstjórn til valda í Uruguay. I harðvítugri leynistarfsemi gegn fasistastjórninni varð ,.,félagi Chicha”, eins og hún var kölluð, fræg fyrir baráttu sína. En allir Kommúnistar, er stjórnin náði í áttu ægilegar pyntingar á hættu. En 1975 tókst fasistalögreglunni að ná henni. Byrjað var að pynta hana með raflosti og rífa neglur af tám hennar. Síðan var hún mánuðum saman pyntuð í kvennafangelsinu Punta Rieles. Hún var líka neydd til að horfa á pyntingar hinna fanganna. Þannig átti að 213

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.