Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 1

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 1
léttnr 64. árgangur 1981 — 4. hefti Það er furðu hljótt um „leiftursóknina” miklu hjá íhaldinu í voldugum blaðakosti þess og áróðri í dag — og eru þó örlagaríkar kosningar um Reykjavík, gamla afturhaldsvígið, framundan. „Leiftursóknin” mikla átti þó að leysa öll vandræði efnahagslífsins með nógu gifurlegri gengislækkun og banni við launahækkunum verkafólks og auðvitað „mátulegu” atvinnuleysi, til þess að halda launafólkinu í skefjum. Af hverju minnast íhaldsmenn ekki á þessa „ágætu” úrlausn sína? Þeir eru þó varla búnir að gleyma því, þegar íhald og Framsókn, að amerísku undirlagi, hækkaði dollarinn úr rúmum 6 krónum í 16 og lét krón- una svo falla í tæpa þrjá áratugi uns dollarinn fór að nálgast 700 krónur — og verkalýðurinn var í aldarfjórðung á lægra raunkaupi en 1947 og náði kaupmætti þess tímakaups ekki fyrr ern 1973. Þeir eru líklega heldur ekki búnir að gleyma því, íhaldsmenn, hve ágætan árangur það bar í auknu atvinnuleysi, samkvæmt bandarísku valdboði, að banna íslendingum að byggja íbúðarhús fyrir sjálfa sig, — nema með leyfi

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.