Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 48
W NEISTAR Skefjalaus gróöaþorsti auðvaldsins „Auómagnið er skelfingu lostið, ef það græðir ekki — eða bara litiö... Þvf meiri gróða sem það fær þvi bíræfnara veröur þaó. Ef 10% gróði er öruggur, er það allstaðar nýtilegt. Ef gróðinn er 20% lifnar heldur en ekki yfir því. Við 50% gróða verður það fifl- djarft. Ef 100% gróöi er viss, þá traökar það öll mannleg lögmál undir fótum sér. Og ef útlit er fyrir 300% gróða, þá er enginn sá glæpur til, sem það er ekki reiðu- búið til að fremja, jafnvel þó það kunni að kosta það hengingu.” P.J. Dunning (breskur verk- lýðsforingi). (Tilvitnun í hann i ,,Auðmagninu" eftir Marx, bls. )88 i 23. bindi þýsku útgáfunnar af heiid- arritum Marx og Engels.) Og nú hefur þetta auóvald hins skefjalausa gróðaþorsta vopna- vald, er getur tortimt mannkyninu, ef það reynir að svala gróðaþorsta sinum með beitingu þeirra. ★ Sögusögn Heyrst hefur að maður einn hafi spurt Óla Jó hvi hann hafi bara veriö að mótmæla herfor- ingjastjórn I Póllandi, sem ríkis- stjórn hafi þó skipað. Óla Jó datt i hug danskt máltæki ( — ,,man maa tude med de hunde man er í blandt") og svaraði að vörmu spori: „Maður verður að gelta með þeim hundum, sem maður er með og Hund-Tyrkinn heimtaði þetta, þvi sem góður Nató-bróðir vill hann aðeins herforingjastjórn- ir, sem meó ofbeldi setja rikis- stjórnir af. ★ Matthías Jochumsson um Sigurð málara „Sigurður frændi yðar dó I morgun... Hann var þó á fótum nema tvo daga... Hann hafði alla ævi miklu sterkari þjóðernis-, rétt- lætis- og feguröarhugsjónir en aðrir, sem ég hef þekkt, og komst þvl I öfugt samband við þessa gutlara-öld, sem hann var gjör- samlega í mótsögn við. Sál hans og vilji var miklu hreinni en hjá flestum öðrum, en hann var þver og stiröur, vandfýsinn og ein- rænn i lund, hann var strang-mór- alskur idealisti og svarinn fjand- maður allrar hræsni, kúgunar og villu. Trúmaður var hann enginn I venjulegri þýðingu þess orðs, en sál hans var þó betra musteri sannleikans en 1000 sálir ann- ara.” Slra Matthlas i bréfi til slra Daviðs Guömundssonar á Hópi 7. september 1874. (Tilvitnun úr hinni ágætu æviminningu Jóns Auðuns, er sem formáli að myndabók þeirri, ergeymir myndir eftir Sigurð.) ★ Nasisminn í gær, ameríski imperialisminn í dag „Þvl er ekki aö neita, að slðari árin hefur þjóöleg vakning, þjóð- ernis- og endurreisnarhreyfing farið um öll hin helztu lönd álf- unnar, og hefur ekkert staðist við. Um noróanverða álfuna hefur hreyfingin að sjálfsögðu mótast I anda þess þjóðernis, er þar rlkir að stofni, hins germannsk-nor- ræna, og til þess stofns heyrum vér íslendingar. Sú stefna er því hvorki né getur verið „erlend”, hún er blátt áfram vort og aiira norrænna þjóða innsta llf. Og hún verður þeirra eina bjargráö, ef þjóðernið á að varðveitast um ald- ir framtiðarinnar... Meó þeim for- mála bjóðum vér þjóðernishreyf- inguna velkomna. Hvort sem þeir, er að henni standa, kallast þjóð- ernissinnar eða annað þvllíkt, eiga þeir að tilheyra hinni fs- lensku sjálfstæðisstefnu — og eru hluti af Sjálfstæðisflokkn- ív/77. ”(Undirstrikanirr I Mbl.) Morgunblaðið 25. maí 1933; ★ Auðmenn og fátækir „Eru þaó þó ekki hinir rlku, sem undiroka yður og draga fyrir dóm- stóla!” (3.6.) „Hvað stoöar það, bræður mln- ir, þótt einhver segist hafa trú, en hefir ekki verk? Mun trúin geta frelsaö hann?” (3.14.) „Heyriö nú, þér auómenn, grát- iö og kveinið yfir þeim eymdum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er oröinn fúinn og klæði yðar eru oróin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryöiö á þvl mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur; þér hafið fjársjóðum safnað á slöustu dögunum. Sjá, laun verkamann- anna, sem hafa slegið lönd yöar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa og köll kornskuröarmann- anna eru komin til eyra Drottins hersveitanna.” (5.1-5.) Hið almenna bréf Jakobs Nýja testamentinu. 224

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.