Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 38

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 38
Kita Iharhiiru buga hana. En þrátt fyrir alla þá grimmd, sem beitt var, hélt hún áfram að vera hinum föngunum fyrirmynd í hugrekki og stað- festu. Ein af þeim, sem nieð henni var, hefur síð- ar lýst aðförunum á þessa leið.: Við vorum yfir eitt hundrað i bragga, karlar og konur, öll nakin og fjötruð. Við urðum ýmist að standa í löngum röðum eða liggja á gólfinu. Eftir pyntingarnar gat ég ekki hreyft mig. Blóðið var í munni mér, kverkarnar þurrar. Allt hringsnérist í höfði mér: Myndir stígvél- anna, pyntingartækjanna, skelfingarópin, móðganirnar, líkamar, er féllu og sparkað var á fætur aftur. Brennandi oddum raf- pyntingartækja var beitt á viðkvæmustu staði líkamans og mér fannst sem væri ég á rönd djúprar gjár, sem ég dytti í og yrði að komast upp úr, til að geta andað. Klukku- tímar — dagar liðu. Þá heyrði ég skýra, fagra rödd, þjóðkvæði, seni við kunnum öll — og þó ég gæti ekkert séð, því hetta var al- veg yfir öllu höfðinu, þá þekkti ég röddina. Nafn Ritu kallaði hver til annars og nóttin var ekki lengur eins svört. En pyntingarnar hafa leikið Ritu svo illa, að hún er nú lömuð vinstra megin, er í lífs- hættu og hefur verið flutt í hersjúkrahús í Montevideo. Gerardo Cuesta, sem áður var þingmaður og ritari verkalýðssambandsins CNT dó í september 1981 eftir álíka pynt- ingar og Rita hefur orðið að þola. Eins og nærri má geta eru þessi ríki eins og Uruguay og Paraguy undir sérstakri vernd Bandarikjaauðvaldsins og CIA. Valdaránið i Uruguay gerðist um svipað leyti og stjórn Allende var steypt í Chile að undirlagi ITT og annara bandarískra auðhringa. Og þessir herrar hrópa svo að þeir séu verndarar lýð- ræðisins — og til eru menn á íslandi, sem trúa því. 214

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.