Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 22
unum, þannig að það litla mannlíf, er af kæmist, yrði afskræmt, svift þorra mann- legra eiginleika. m.ö. orðum: það litla „mannlíf”, sem kynni að bjargast úr vítis- eldinum yrði óbærilegt. — Hinsvegar geta meinlausustu bakteríur nútímans verið orðn- ar að skaðræðiskvikindum. Árþúsunda þró- un væri í einu vetfangi eyðilögð — og jörðin orðin aðsetur skrímsla, sem hefja hið óhugn- anlegasta „þróunarskeið”. Og eins og þetta væri ekki nóg? Ægilegar kjarnorkusprengjur losa gífur- legt magn asotsýru, sem eyðileggur OSON- lag andrúmsloftsins, en það hindrar nú ban- væna útfjóluþláa geisla í að ná til jarðarbúa. Afleiðing alls þessa gæti orðið: Geislavirk jörð — mestmegnis auðn eða byggð skrímslum. — Á það að verða enda- lok menningarinnar, af því auðdrottnar, brjálaðir af gróðasýki, heimta takmarka- lausan vígbúnað — og blekkja eða brjála fólkið til að fylgja sér. HarwarcJ Highat, deildarstjóri heilbrigðis- deildar Harvard-háskóla segir að kjarnorku- stríð, ef það brýst út, verði síðasta plága mannkynsins. Eftir það verði mannkynið ekki til. Þetta er framtíðin, ef „hernaðar- og stór- iðjuklíka” Bandaríkjanna fær sitt fram. Og það einmitt þegar glæsilegustu möguleikar eru á að gera þessa jörð að unaðsreit. 600 miljörðum dollara er árlega varið til vígbún- aðar. Fyrir 60 miljarða dollara, tíunda hluta þessarar upphæðar, má útrýma öllu hungri og öllum sjúkdómum af jörðinni. VI. Eitt lítið innskot um Andskotann og óvini hans. í anda Albert Einsteins Andskotinn illsknflár haföi séð það úr sínu Víti, hvernig mennjrnir, serti óvinur hans. Drottinn allsherjar, hafði skapað i sinni mynd, urðu sífellt voldugri að vélakosti og hverskonar tœkjum, er útrýmt gœti öllu því illa, sem þjáð hafðiþá um aldir og árþús- und: fátœkt, þrœldómi, sjúkdómum, hungri og öðrum plágum. Og Andskotinn sá í ullri sinni slœgð, að ef mennirnir aðeins lœrðu að njóta allra þess- ara gæða sameiginlega, í hróðerni eins og sá, sem hann óttaðist og J'reistaði á fjallinu forð- tim, hafði hoðað að þeir skyldu gera, — þá myndi eigi langt að híða þess að mennirnir í hrœðralagi með vinnu sinni og hugviti sköp uðu þá 1‘aradís á jörðu, sem þeir eitt sinn höfðu glatað. í árþúsundir hafði Andskotinn háð sína baráttu við Drottinn allsherjar um yfirráðin yfir mönnunum og sálum þeirra. / öllum trú- arhrögðum mannanna hafði harátta þessi endurspeglast sem allsherjarátökin milli liins illa og hins góða. Og nú sá liann fram á að í krafti allsnœgta handa öllum mannanna hörnum ef þau í hróðerni nytu þeirra, vœri ósigur hins illa: kúgunarinnar, ranglœtisins, valdsins — orðinn staðreynd, sem eigi yrði haggað. Andskotinn hafði því sent lítilsigldasta og lævísasta samherja sinn. Mammon4, upp á jarðríki. Skyldi hann reyna að gera mennina óða í fégræðgi, svo þeir kúguðu hvor annan og rœndu, hver sem hetur gæti. Og reynslan varð sú að óskapleg auðæfi söfnuðust á 198

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.