Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 46

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 46
ERLEND VIÐSJÁ Haiti í 70 ár hefur Haiti notið „blessunar” bandarískrar drottnunar. 1913 hernam bandarískur her landið, sent hafði verið sjálfstætt frá 1804. 1934 varð herinn að fara vegna mótspyrnu alþýðu. En 1957 hrifsaði Francois Duvalier til sín einræðisvald með aðstoð hersins og síðan ríkir hann og frá 1971 sonur hans í landinu, beitir alþýðu miskunnarlausri harðstjórn en á mjög vin- gott við Bandaríkjaauðvaldið, sem sér um að hann fái drottnað. Bandaríkjaauðvaldið á 70% alls iðnaðar á Haiti og er nú að reisa þar risastórt iðjufyrir- tæki, sem á að framleiða ódýrar en gert er í láglaunalöndunum Taiwan, Malesíu og Suð- ur-Kóreu. Vinnulaunin eru einn clollar á clag (= 9 isl. kr.). Atvinnulaus er 54% verkalýðs- ins, nteðalaldur er 35 ár, þriðjungur dauðs- falla stafar af matarskorti. 75% eyjabúa kunna hvorki að lesa né skrifa. — Meir en 2 miljónir Haiti-búa hafa flúið úr landi síðasta aldarfjórðung. íbúatalan er nú 5,67 miljón- ir. Þetta er hin nýja nýlenduþrælkun, sem Bandaríkjaauðvaldið kemur á, þar sem það megnar. Var ekki einhver hér heima að tala um Bandaríkin sem forgönguland lýðræðis og frelsis í heiminum? Að reikna — í stríði Bandaríkjastjórn undirbýr atom stríð í Evrópu. ísland á að vera brúarstólpi í -loft- brúnni til Noregs með amerísku flugvélarn- ar, hlaðnar kjarnorkusprengjum o.fl. — Verður víst enginn eftir hvorki i Evrópu né Ameríku til að reikna hvað slíkt stríð kostar. — En fyrst ætlast er til að við íslendingar hjálpum til við morðin með því að gera Keflavíkurflugvöll færan til að taka við drápstækjunum í hrönnum og koma þeim áfram — meðan hann er ekki sprengdur í loft upp, — þá er máske rétt að íhuga ofur- lítið hvað eitthvað svona kostar, — fyrir 222

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.