Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 1

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 1
mttur 67. árgangur 1984 — 2. hefti „Aldrei hefur enn í manna minnum meiru stolið nokkur íslendingur.“ Svo myndi hafa orðið dómur sögunnar um núverandi óstjórn í landinu, ef henni hefði tekist að öllu leyti sá hinn mikli þjófnaður, er hún ákvað að fremja með bráðabirgðalögum og hefði numið mörgum milljörðum króna miðað við heilt ár, er hún rændi úr vösum launastétta landsins. En hún rak sig fljótt á að vinnandi stéttir íslands láta ekki stórþjófnaðar- stjórn stela svo auðveldlega af sér, þótt góðan þjófalykil hafi hún þar sem lög- in eru. Samböndin (A.S.Í. og B.S.R.B.) mótmæltu og knúðu fram fyrstu breyt- ingarnar. Dagsbrún, Vestmannaeyingar og Húsvíkingar risu upp og náðu að minnka stórum ránsfenginn, er óstjórnin ætlaði þeim ríku. Og síðan hefur staðið yfir leynilegur skæruhernaður, þar sem fjöldi launafólks, er vel stóð að vígi og hart var í horn að taka, náði til sín, stundum jafnvel mestu af því sem stela skyldi. En fjöldinn á enn eftir að rétta sinn hlut og býst m.a. til baráttu 1. septem- ber. En mest er enn níðst á þeim varnarlausustu: sjúklingum, öryrkjum, gömlu fólki o.s.frv. — En sérstaklega verða af launafólki allir lægra launaðir opinberir starfsmenn og ekki síst konurnar fyrir barðinu á ránsskap ríkis- stjórnarinnar: Sóknarkonur, fiskvinnslufólkið og öll kennarastéttin, að mestu skipuð konum, — og er það kaldhæðni örlaganna að slíkt skuli gerast, — þá kona er í fyrsta skipti menntamálaráðherra. En þegar lagt er til orustu, verða launastéttir landsins að gera sér Ijóst að hér er fyrst og fremst um pólitíska baráttu að ræða: Ránsstjórnin notaði lög- in til kaupránsins, af því flokkar hennar höfðu meirihluta á þingi. Það þarf að

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.