Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 9

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 9
BJÖRN ARNÓRSSON, hagfræðingur: Fórnað — til einskis! Enn hriktir í stoðum efnahagslífins. Fyrir ári síðan hófst ein stórkostlegasta niðurskurðarherferð stjórnvalda og hafa þó fyrri ríkisstjórnir ekki verið neinir hálfdrættingar í þeim efnum. Hundruðir og aftur hundruðir milljóna voru færðar frá launafólki til atvinnurekenda. Með sanni má segja að aldrei hafi jafn stórar fjárhæðir verið millifærðar á jafn skömmum tíma á Islandi. Rækilegasti vitnis- burðurinn um árangur þessarar millifærsluleiðar er að atvinnurekendur geysast nú hver á fætur öðrum fram á sjónarsviðið til að votta að þeir borgi fólki „sínu“ umfram samninga: Henson, Hampiðjan, Jón Bergs... Meira að segja harðsvír- uðustu atvinnurekendur eru farnir að blygðast sín fyrir kauptaxta þá, sem sam- tök þeirra hafa knúið í gegn með dyggum stuðningi stjórnvalda. Hver er vandinn? Það er uggvænleg staðreynd að við höfum að miklu leyti verið að berjast við drauga þegar við höfum tekist á við efna- hagsvanda þjóðfélagsins á undanförnum árum. Sannleikurinn er sá að við höfum alla tíð byggt efnahagsstefnu okkar á meðaltölum sem hafa falið fyrir okkur hinn raunverulega vanda. Læknisráðin hafa því beinst að allt öðru en sjúkdómn- um sem þar af leiðandi hefur aldrei verið læknaður. Hringrásin hefur í raun verið afar einföld: Sviðsmynd 1. Útgerðin gengur með bullandi tapi og aðgerðir taldar nauðsyn- legar. Læknisráð: hækkun fiskverðs, verðbólguvaldandi gengisfelling og um- fram allt tilfærslur á hlut frá sjómönnum til útgerðar samfara ágangi í finnanlega sjóði. Raunveruleiki. Sú bullandi skuldastaða sem þjóðin hefur verið hrædd með reynist öilu viðaminni er betur er að gáð. í ljós kemur þegar skuldirnar eru sunduriiðað- ar að vænn hluti útgerðarinnar er vita skuldlaus og að aðeins 8 (átta) af 100 tog- 73

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.