Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 10

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 10
urum eru með rúmlega helming (HELM- ING) skuldasúpunnar. En í stað þess að athuga vandann þar sem hann raunverulega er að finna og reyna að leysa hann þar þá er aðgerðun- um beint í stórum dráttum jafnt til rétt- látra og ranglátra, til þeirra sem þurfa og þeirra sem ekki þurfa, til vel rekinna fyrirtækja sem illa rekinna. Sviðsmynd 2. Fiskvinnslan í landinu ræður ekki við „of hátt fiskverð“. Meðal- talstapið óviðunandi. Viðbrögð: Almennar árásir á launin og verðbólguvaldandi gengisfellingar. Raunveruleiki. Samskonar og í út- gerð. Tiltölulega mjög fá fiskvinnslufyrir- tæki ganga með bullandi tapi á meðan þorrinn lifir góðu lífi. í stað þess að ganga í skrokk á tapfyrirtækjunum, aðstoða þau sem byggja á heilbrigðum rekstrargrund- velli en jafnvel láta önnur fara á hausinn þá er gripið til almennra aðgerða sem veita fé til allra, réttlátra sem ranglátra o.s.frv. Svona mætti lengi halda áfram, en niðurstaðan er og verður sú að til lengri tíma litið er orsök verðbólgunnar og ó- tryggs atvinnuástands fyrst og fremst hjá fjármagninu en ekki laununum. Hvert fóru milljónirnar? Á síðast liðnu ári voru hundruðir millj- óna fluttar frá launafólki til atvinnurek- enda. Þótt aldrei megi gera of lítið úr þeim stórkostlega vanda sem grúfir yfir þúsundum heimila í landinu þá gerist sú hugsun æ áleitnari hvort það versta sé í rauninni ekki að ekkert var gert til þess að beina þessum fjármunum til raunhæfr- ar uppbyggingar. Við höfum í rauninni engar hugmyndir um hve stór hluti þessa auðs fór til atvinnuuppbyggingar, hve stór hluti til greiðslu á skuldum eða hve stór hluti rann beint í einkahirslur atvinnu- rekenda. Það hlýtur því að vera algjör grundvall- arkrafa að athuganir á eignum og stöðu atvinnugreina séu stóretldar og kynntar sundurliðaðar. Það er ekki einkamál at- vinnurekenda hvernig kjaraskerðingunni hefur verið varið. Oryggisleysi — ábyrgðartilfinning Það er skiljanlegt að þjóðfélagsþegnar lítillar þjóðar horfi með uggi á afkomu- tölur þjóðarbúskapsins. En þeim mun mikilvægara er að þjóðin sé upplýst um raunveruleikann á bak við þau leiktjöld, sem stjórnvöld setja upp við sviðsetningu efnahagsvandans. Launafólk hefur sýnt að það er reiðu- búið til að leggja töluvert á sig til að koma þjóðarbúskapunum á réttan kjöl, þrátt fyrir að það beri enga ábyrgð á kollsigl- ingunni. Því stærri er ábyrgð þeirra er taka þátt í að fela orsök vandans. Verkalýðshreyfingin hefur marglýst því yfir að efnahagsvandinn verði ekki leystur með kjaraskerðingum, einfaldlega vegna þess að kjörin í landinu hafa aldrei verið undirrót vandans. Þetta er nú al- mennt viðurkennt, meira að segja af for- manni Sjálfstæðisflokksins, sem nú segir nánast berum orðu að vandinn sé óleyst- ur, lítið hafi verið gert nema að taka á laununum, nú (NÚ!!) þurfi ríkisstjórnin að fara að snúa sér að öðru. Til þess að snúa blaðinu við verður að snúa vörn í sókn. Til þess þarf að ná öflugri samstöðu launamanna. En forsenda þess er að fjárinagnsstreymið í landinu sé krufið, undirheimahagkerfið dregið fram í dagsljósið, skattfrjálsa „huldu- hernum" í landinu látið blæða... 74

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.