Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 14
Þrælkun stúlkna frá 5 ára aldri Thon Knitting kom fram nokkuð önnur mynd af ástandi mála. Vissulega útvegar fyrirtækið þeim svefnstað, sjö herbergi, þar sem 250 stúlkum er gert að hírast í einni bendu. Fyrirtækið sér starfsfólkinu fyrir skammti af hrísgrjónum, en annan mat verða stúlkurnar að kaupa sér sjálfar, og þar kemur skýring á tilvist varðmanns- ins. Hann fylgist með þeim stúlkum sem leyft er að versla á markaðinum þar skammt frá og rekur þær aftur inn í verk- smiðjuna, þegar honum þykir þær hafa tafið nóg. Það voru líka alveg nýjar fréttir fyrir stúlkurnar að þær færu í kvikmyndahús á sunnudögum. Ekki nóg með það. Þegar betur var gáð að, kom í ljós að stúlkun- um, einkum þeim yngri — en þær eru margar á aldrinum 12 til 14 ára, andstætt því sem Mr. Sakchai heldur fram — er í reynd haldið föngnum í verksmiðjunni og það er enginn möguleiki fyrir þær að fara frjálsar ferða sinna utan vinnutíma. Hér hefur aðeins verið brugðið upp einni lítilli mynd af ástandinu, eftir frá- sögn þeirra félaga, en hægt er að halda endalaust áfram. Og þótt aðeins hafi ver- ið bent á meðferðina á börnunum, eru kjör og réttindamál hinna fullorðnu lítið betri. Vitanlega hefur þessi ódýra framleiðsla í þróunarlöndunum og innflutningur þaðan, áhrif á atvinnuástand á vestur- löndum. Á síðustu 10 árum hafa um ein milljón manna í vefnaðar- og fatafram- leiðslu misst vinnu sína án þess að geta snúið sér að öðru. Reyndar hefur fram- leiðslan ekki minnkað að sama skapi og kemur þar vafalaust til ný tækni og fl. þess háttar. Með því að kaupa iðnaðarvörur frá 3ja heiminum frekar en eigin framleiðslu, eru vesturlandabúar að stuðla að því ástandi sem hér hefur lítillega verið lýst. Fað er vel skiljanlegt að fólk sem býr við mirink- andi kaupmátt og versnandi lífskjör velji ódýrari vöru, en það versta er að aðeins lítill hluti af verði vörunnar fer til þess snauða fólks, sem framleiðir hana, stíbrsti hlutinn verður eftir hjá innflytjendum á vésturlöndum og er hagnaðurinn oft með ólíkindum. Þeim er þó vel ljóst hvernig málum er háttað. En „þeir segja ekkert, þeir brosa og eru ánægðir" er haft eftir einum verk- smiðjueigandanum í Bangkok. Þá kemur að verkafólki iðnríkjanna að veita þessu undirokaða fólki aðstoð. Vissulega hefur í fjölda ára verið barist fyrir því að efla 78

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.