Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 17

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 17
Þeir koma í hópum þreyttir menn úr þúsund ára stríði í þvældum skitnum axlastakk og brúnni skyrtu við. Þeir þjónað hafa jörðinni og hennar hæsta valdi, við himininn þeir glíma, — hver semur við þá frið? Lófar þeirra meitla úr bergi bláar œðar og birtan fœst úr vatni fyrir þeirra gerð. Þeir erja hrjúfa jarðarmold til arðs og sigla höfin. Það eru svona miklir listamenn, sem hérna eru á ferð. Þeir leggja brýr og vegi um löndin fram og aftur og lesta dýrum farmi kaupsýslunnar far. Þeir kljúfa steininn sundur og hvítar hallir byggja og kuldans nótt þeir gista við yzta norðurmar. Þú dekksti kolamaður, sem kemur eins og hending úr köldum iðrum moldar. — Það er vor á jörðu nú. Hinn forni þrœldómshlekkur er hálfsagaður burtu. Hvað er þá eftir fleira — að vígjast nýrri trú? Það er þó ekki framar von og trúarvissa, því viljinn slítur sundur hinn slitna brunaþráð. Hverjir verða með að syngja söngva dagsins fyrst sigurinn er þúsundanna eina hjálparráð? Ef þú mætir á strœtinu bliki úr bláum augum barnsins, sem þeir skila nú arfi sér í hag. Langar þig að vita það að vori í þínum sporum, eða viltu ganga í stríðið fyrir rétti þess í dag? 81

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.