Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 34
Úr friðargöngu 1983 (Ijósmynd Leifur) sín mál. Aðal breytingin var þó sú að óflokksbundið fólk gat líka gengið í ÆNAB sem félagar, það nægði að það aðhylltist sósíalisma og tæki þátt í starf- inu af heilindum. í nóvember sama ár voru þessar reglugerðarbreytingar stað- festar af Alþýðubandalaginu. Allir voru sammála um að nýtt nafn þyrfti barnið að fá, og þann 3. mars 1983 breyttist Æskulýðsnefndin yfir í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins, ÆFAB. Pað er óhætt að segja að nefnbreytingin hafði örfandi áhrif bæði á félagana og útávið. Margir félgar bættust við og mikil efling varð á starfinu. Núna, með breyttum lögum Alþýðu- bandalagsins, er ÆFAB sjálfstæð grunn- eining innan Alþýðubandalagsins og sitja fulltrúar hennar í ótal stjórnum, nefndum og ráðum í flokksstarfinu. En það er ekki nóg að skipa sér sess innan flokksins. ÆFAB var aðeins starfandi á Reykjavík- ursvæðinu en landsbyggðin var ókönnuð. Sú stjórn er tók við á síðasta landsþingi ÆFAB í okt. 1983 hefur lagt mikla áherslu á að koma upp deildum í ÆFAB á landsbyggðinni. ÆFAB félagar ferðuð- ust vítt og breytt um landið til að kynna félagið og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú eru ÆFAB deildir á Húsavík, Akureyri, ísafirði, Neskaupsstað, Egil- stöðum og Kópavogi. Einnig eru áhuga- samir hópar í Keflavík, Akranesi og Hafnarfirði svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að stofnun sem flestra deilda um lands- byggðina fyrir landsþingið næsta haust, þar sem endanlega verður gengið frá reglugerð eða lögum Æskulýðsfylkingar- innar. Mikill áhugi hefur verið hjá deild- um á landsbyggðinni, hressir og drífandi 98

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.