Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 7
hefja, til þess að útrýma kommúnisman- um úr heiminum, — eins og Ronald Reagan hefur lýst yfir nú og Hitler gert tilraun til að gera áður. Það er því allt í húfi að íslensk alþýða átti sig á hættunni í tíma. Það er eigi síður þörf raunsæi og festu í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu vorri en í hinni fyrri. Barnaleg trúgirni getur orðið þjóð vorri háskaleg. Þarf ekki annað en minna á hve auðtrúa þrír sendimenn ríkisstjórnarinnar 1949 voru á loforð utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er þeir komu af fundi hans í mars, er véla skyldi Island inn í Nato. Bjarni Benediktsson reit þá í Morgunblaðið 22. mars 1949: „Vér skýrðum rækilega sérstöðu okkar sem fámennrar og vopnlausrar þjóðar, sem hvorki gæti né vildi halda uppi her sjálf, og mundum aldrei sam- þykkja að erlendur her né herstöðvar væri í landi okkar á friðartímum. Dean Acheson utanríkisráðherra og starfs- menn hans skyldu fyllilega þessa af- stöðu okkar. Er því allur ótti um það að fram á slíkt verði farið við okkur, ef við göngum í bandalagið, gersamlega ástæðulaus.“ í trausti á þessa yfirlýsingu samþykkti meirihluti Alþingis inngönguna í Nato. Aðeins þeir raunsæjustu stóðu á móti. Hermann Jónasson, einn raunsæjasti stjórnmálaleiðtogi borgaraflokkanna, krafðist þess að þessi yfirlýsing Achesons væri sett inn í sáttmálann. Er því var neit- að greiddi hann ekki atkvæði og sagði við mig: „Ef ég væri ekki formaður Fram- sóknarflokksins, hefði ég greitt atkvæði á móti.“ Tveim árum eftir inngönguna, rauf Bandaríkjastjórn loforð Achesons og lét flota sinn hernema ísland 7. júlí 1951 — og hefur landið verið hernumið síðan! Raunsæi og tortryggni á yfirlýsingar er- lendra ráðamanna, er áhuga hafa á ís- landi, eiga vissulega ennþá rétt á sér. E.O. SKÝRINGAR: 1 Sjá Neista í Rétti 1979, 4. h. bls. 256. 2 Sjá línurit í 4. h. Réttar 1983, bls. 198-199. Munið orðin: Eigi víkja! 71

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.