Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 37

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 37
RÁÐ AUÐVALDSINS VIÐ HUNGRINU: Minnkun matvælaframleiðslunnar Það fer brátt að verða á hvers manns vitorði, er fylgist með því sem nú er að gerast í heiminum að mótsetningar auðvaldsskipulagsins við þarfír mannkynsins eru orðnar óbærilegar. Það deyja 14 milljónir ungbarna á ári úr hungri eða hungursjúkdómum. Það svelta yfír 500 milljónir manna að staðaldri. Og þetta ástand fer síversnandi. Hvað gerir hið drottnandi auðvald heims, staðsett í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu við þessu himinhrópandi ástandi? Auðvaldið skipuleggur minnkun matvælaframleiðslunnar, þar sem það ræður, -— því matur sem annað er einungis framleiddur til að græða á honum, en ekki til að fullnægja þörfum jafnvel sveltandi fólks. I Bandaríkjunum er verðlaunað að draga úr kornframleiðslunni. í Vestur- Evrópu safnast fyrir gríðarlegar matarbyrgðir, sem eru þar hið mesta vandamál, því þær eru aðeins til að græða á þeim, ekki lina þjáningar hungraðra. — Og þær þjóðir, er þarna búa þykjast vera kristnar: elska náungann sem sjálfa sig! Einnig hér á íslandi er farið að beita þessum miskunnarlausu ráðum auðvalds- ins, sbr. niðurskurð matvæla í landbúnað- arframleiðslunni. Andleg fátækt ríkisstjórnarinnar og ágirnd hinna nýríku er að leiða örbirgð- ina aftur inn í íslenskt þjóðfélag. Hér er nú beitt samskonar aðferðum: árásum á •aunakjör hins vinnandi fólks og lífskjör smælingjanna eins og Alþjóðabankinn fyrirskipar í löndum þeim, sem Banda- ríkjaauðvaldið hefur krossfest á skulda- klafa sinn. Svo langt er gengið í níðingsskapnum gagnvart þeim sjúku og öldruðu, að þegar kona ein getur ekki af lágum lífeyri sínum greitt fyrir lyfin í lyfjabúð sem valdhafar höfðu stórhækkað, brestur hún í grát, — og hún mun sannarlega ekki vera sú eina, sem skortir jafnvel hið nauðsynlegasta nú. Ráðherrarnir ganga í kirkju kenni- mannsins frá Nasaret í upphafi hverrar Alþingissetu og hlusta með helgisvip á kenningarnar um að hjálpa þeim þjáðu, — og síðan fara þeir og þýlynt lið þeirra og gera gróðann að sinum guði í verkum sínum og ákveða að gróðalögmálið skuli drottna í öllu atvinnulífi. „Vei yður, þér hræsnarar" — hefði kennimaður einn sagt forðum daga, — og hefði hann vissulega fljótt verið rekinn úr stöðu sinni, ef hann hefði nokkra haft, — ef valdhafar líkir þeim, sem nú drottna, hefðu mátt ráða. 101

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.