Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 48

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 48
ERLEND VÍÐSJÁ Vaxtaarðrán heimsokrarans Það er ljóst dæmi hvernig bankaauð- vald Bandaríkjanna arðrænir skuldaþjóð- ir að athuga þróunina í Kolumbíu frá 19. mars til 1. maí. Stórbankar New York hækkuðu vext- ina 19. mars 1984 úr 11 upp í 11,5%. 5. apríl voru þeir hækkaðir í 12% og 1. maí í 12,5%. Þessir 40 dagar kostuðu Kolumbíu 24 miljónir dollara í viðbót við skuldina, er fyrir var. Þessi hækkun okurvaxta Bandaríkja- auðvaldsins kostar lönd þriðja heimsins 10500 milljónir dollara á aðeins 40 dögum. Bankarnir segjast hækka vextina vegna hins sívaxandi halla á fjárlögum Bandaríkj- anna, sem stafar af vitfirrtum vígbúnaði. Þannig eru þróunarlöndin fátæku látin borga vígbúnað hinna ríku Bandaríkja. Og með þessum vaxtahækkunum, sem spáð er að verði 13,5% er verið að gera skuldaþjóðir að skuldaþrælum Banda- ríkjaauðvaldins. Er nú svo komið að ein af skuldugustu þjóðunum , Bolivia, hefur ákveðið að fresta um ákveðinn tíma afborgunum af skuldum sínum. Vera má að fleiri lönd fylgi eftir. Öll efnahagsstefna auðvaldsins í heim- inum er að komast í þrot. Því stórfenglegri sem möguleikar mannkynsins verða á tæknisviðinu (sbr. tölvubyltingu o.s.frv.) því meir skal sverfa að vinnandi fólki veraldarinnar. Auðvaldsskipulagið er að dauöadæma sjálft sig. Tekst alþýðu heims að fram- fylgja þeim dóm áður en auðvaldið tor- tímir mannkyninu í atómstríði? Mandela 20 ár í fangelsi Nelson Mandela, formaður Afríska þjóðarráðsins, hefur nú setið 20 ár í dý- flissu fasistastjórnarinnar í Suður-Afríku á Robbeneyju. „Sökin“ er sú að hafa bar- ist fyrir mannréttindum hinnar þeldökku þjóðar, sem er meirihluti íbúa Suður- Afríku. Það er ekki minnst á þessa frels- isbaráttu í löndum þeim, sem mest tala um lýðræði. Ástæðan er að ásamt yfirstétt Suður-Afríku eru það ensk og bandarísk auðfélög sem eiga hinn mikla auð Suður- Afríku (gull-, demanta- og fl. námur) og arðræna svertingja sem eitt ódýrasta og réttlausasta vinnuafl heims. Með Mandela voru dæmdir til æfilangr- ar fangavistar í Rivonia-réttarhöldunum 1964 margir bestu foringjar frelsisbarátt- unnar. Bram Fischer hæstaréttarlögmað- ur, sem varði þá af snilld, var síðar sjálfur ‘dæmdur til æfilangrar vistar í dýflissu fas- istanna á Robben Island og dó þar. SKÝRINGAR: Sjá frekar um öll málaferlin í eftirfarandi grein- um um Bram Fischer í Rétti 1966 bls. 207-215 og 1975 bls. 105-110, — og um Mandela í Rétti 1966 bls. 100-104. 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.