Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 44
ósköpunum allur þessi almenni og gífur- legi friöarvilji fái áorkaö öðru eins hern- aðarbákni og því sem umlykur okkur á láði, í lofti, í legi, og ógnar sérhverju formi lífs á þessari jörð? Svarið við þeirri spurningu felst e.t.v. í því, hvern skilning menn leggja í orð eins og stríð og friður, og hverja meiningu menn leggja við þau orð. Og þetta á ekki einunig við um orð þeirra stórveldahöfðingjanna, — að feng- inni reynslu þykjumst við þess fullviss að þegar þeir segi friður meini þeir stríð, og þegar þeir segi stríð meini þeir peninga. Málhelti af þeim toga köllum við pólitík og álítum óforbetranlega. En við, sem ræðum friðarmál yfir kaffibollanum í eld- húsinu heima og eftirlátum höfðingjunum að ákveða hvort okkur endist aldur til að ljúka úr bollanum, — hvað meinum við með þessum orðum? Þegar við tölum um stríð er það oftast gereyðingarstyrjöld, kjarnorkustríð, sem við höfum í huga, og þarf víst ekki mikið hugmyndaflug til að standa ógn af því fyrirbæri og verða því andstæður. Kjarn- orkusprengja er líka óþægilegt orð, sem hefir aðeins eina merkingu og óbreytan- lega. Afturámóti er t.d. varnaraðgerðir ákaf- lega þjálft og treygjanlegt orð, orð, sem hægt er að brúka yfir aðskiljanlegustu hluti, allt frá útrýmingarstyrjöid í Asíu til herstöðvar á Miðnesheiði ellegar ratsjár- stöðvar í friðsælu, íslensku umhverfi, svosem einsog á Langanesi. Eða á hverj- um þeim bletti öðrum, sem herforingjun- um þóknast að leggja undir óþreytandi varnarstarf sitt, og ekki er byggður mönn- um, sem virða jörð sína. Og styrjaldarógnin sýnir okkur andlit sitt í fleiri myndum, sem einnig virðast sakleysislegar við fyrsta tillit. Orð einsog vernd, aðstoð, bandalag, samstarf, — hafa fengið nýjan og ugg- vænlegan hljóm á því andartaki er fulltrúi hernaðarstórveldis ber þau sér í munn. Mannkynssagan er eitt samfellt dæmi þarum. Þó eru þeir margir, sem enn í dag kjósa að loka eyrunum fyrir váboða slíkra orða, og bregðast ókvæða við annarri skýringu en þeirri sem orðabókin geymir. Og þegar búið er að loka eyrunum fyrir hinu iila er auðvelt að loka augunum líka og vita uppfrá því ekkert illt. Úrþví er leikur einn að trúa því að lítilli eyju nyrst í sæ sé best borgið í hörðum heimi með því að gerast vopnabúr eins stórveldis og skotmark annars. Þeir orðskýrendur, sem fúslega samþykktu að boðorðið „Þú skalt ekki mann deyða“ væri eitt og hið sama og lagagreinin „þú skalt ekki morð fremja“ samþykkja jafn auðveldlega nauðsyn þess að drepa meðbræður sína í varnarskyni, og þeir spyrja ekki óþægi- legra spurninga einsog þeirrar, hvað verið sé að verja. Enda, ef þeir spyrðu, væri víst vandalítið að fletta upp í orðabók hermangaranna til að finna svar við hæfi. En, — þegar skyggnst er að baki orð- anna er merkingin ein, og aðeins ein. Og við skulum hafa það hugfast að á þessari stundu, meðan við stöndum hér á okkar friðsæla bletti fjarri ógn og ofbeldi, fremja stríðsherrarnir varnaraðgerðir sín- ar í nafni frelsis, — og friðar. I nafni frelsis og friðar er fólk pyntað, ofsótt og drepið, og öll heimsins kjarn- orkuvá er ekki vitund skelfilegri en byssu- kúlan eða handsprengjan, sem á þessari stundu drap bróður okkar í E1 Salvador, í Afganistan, í Bólivíu. Yið skulum líka hafa það hugfast, að hvað leitt sem okkur þykir að hann var drepinn, hvað mikinn friðarvilja sem við geymum í hjörtum okkar, þá gagnar það 108

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.