Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 2
refsa henni og handbendum hennar með því að svifta hana og þeim þessum meirihluta, taka þjófalykilinn úr greipum hennar svo hún steli ekki meir. Verkalýöur og aðrar launastéttir (slands þurfa aö minnast þess aö í 30 ár hefur yfirstéttin í krafti valds síns á Alþingi rænt verkalýðinn, iðkað þá gróðaaðferð sína að hækka samkvæmt bandarískum ráðleggingum (sjá Rétt 1976, bls. 249) í sífellu dollarinn og auka þannig verðbólguna. Hún græddi meö því að: 1. lækka þannig allt kaupgjald, 2. lækka raunvirði skulda sinna hjá bönkunum, 3. rændí þannig sparifé alþýðu, 4. stal stórum hluta af sjóöum verkalýðsfélaganna, svo sem atvinnuleysis- tryggingasjóönum og fl. 5. jók á skuldir íslands erlendis og geröi þaö háöara Bandaríkjaauðvaldinu, 6. hækkaöi verð fasteigna sinna. Og yfirstéttin var ekki smátæk í þessum ránsskap: Dollarinn var enn 6 kr. 1945-48, en hún var búin að koma honum upp í 700 kr. fyrir tveim árum, er hún skar tvö núll aftan af og hefur síðan fjórfaldað hann! Er ekki mál að linni þessum ránsherferðum á hendur alþýðu landsins og yfirstéttin og þjónustuflokkar hennar séu sviftir meirihluta á Alþingi? Launastéttir íslands geta það. Þær eru meirihluti þjóðarinnar. Þær hafa því valdið, ef þær aðeins hafa vit og samheldni til að nota það. ísland hefur aldrei haft eins forríka og freka yfirstétt sem nú þótt einstaka undantekningar séu þar til. Og til hennar er mokað öllu, sem af alþýöu er rænt — og henni veitt sérréttindi í viöbót. Andleg fátækt ríkisstjórnarinnar og ágirnd hinna nýríku er að leiða örbirgöina aftur inn í íslenskt þjóöfélag. En grátur ekkna og skortur hjá gamalmennum fær ekki á þá hræsnara, er kalla sig kristna og ganga til kirkju í hverri þingbyrjun, til þess aö fá á sig blessun klerka áöur níðingsverkin eru hafin á smælingjunum. Én hvaö sagöi kennimaður sá, er klerkar kenna sig viö: „Vei yður líka, þér lögvitringar, því að þér íþyngið mönnum með líttbærum byröum og sjálfir snertiö þér byröarnar ekki meö einum fingri.“ (Lúkas 11, 46) — Og enn fremur: „Varið yöur á fræðimönnum, sem gjarnt er að ganga í síðskikkjum og hafa mætur á aö láta heilsa sér á torgunum og á efstu sætum í samkundun- um og í helstu sætum í veislunum. Þeir eta upp heimili ekknanna og flytja langar bænir að yfirskyni. Þeir munu fá því þyngri dóm.“ (Lúkas 20, 45—47) Er ekki tími til kominn að dómurinn falli? (20. júlí 1984)

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.