Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 13

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 13
Rarnaþrælkunin 'oftkæling og stúlkurnar veröa aö sofa á hörðu gólfinu í einni kös. Og jafnvel þótt starfsdegi ljúki kl. 11 að kveldi, þurfa stúlkurnar oft að bíða l'munum saman eftir sturtubaði til að skola af sér svita dagsins. Mr. Bundit v>ðurkennir, að aðbúnaðurinn sé ekki e>ns og best verður á kosið, en bætir við að „þær kvarti ekki“. Eins og aðrir verksmiðjueigendur í Eangkok, forðast Mr. Bundit að ráða til starfa stúlkur sem fæddar eru og uppaldar 1 Bangkok, af ótta við að þær séu of sjálf- stæðar og geti risið upp sér til varnar. Þeir s®kjast þess í stað eftir snauðum, illa 'uPplýstum, ómenntuðum sveitastúlkum frá fátækustu hlutum Thailands, í norðri og norð-austri. Pær leggja hart að sér, beygja sig undir algera drottnun atvinnurekendanna og „kvarta ekki“. Hjá Dynasti Fabrics starfa um 300 kon- ur og barnungar stúlkur. Til að sneyða hjá thailensku vinnulöggjöfinni, sem kveður á um að á svona stórum vinnustað hafi verkafólk rétt á trúnaðarmanni, er verksmiðjan skráð sem tvö fyrirtæki. Stúlkurnar sem vinna hjá fyrirtækinu, eru að stórum hluta á aldrinum 13 til 14 ára, fá laun langt undir 80 kr. lögboðnu lágmarkstekjutryggingunni og eins og tíðkast hjá flestum fataiðnaðarfyrirtækj- um í Bangkok, er vinnutíminn nánast ó- takmarkaður, samkvæmt ákvörðun fyrir- tækisins. Stúlkurnar sofa í verksmiðjunni sjálfri, í kompum sem þiljaðar hafa verið af og verða að láta sér lynda að sofa á gólfinu, hver um aðra þvera. Stúlkurnar hjá Tai Thon Knitting prjóna peysur sem náð hafa miklum vin- sældum á vesturlöndum. Samkvæmt lýs- ingu forstjórans Mr. Sakchai, eru þær að- stæður sem stúlkurnar búa við harla „góðar“, miðað við það sem almennt tíðkast. Stúlkurnar sem flestar hafa náð 17 ára aldri, búa í þægilegum vistarverum á þaki verksmiðjubyggingarinnar, á gólf- inu „eins og þær eru vanar að heiman!“ og þær fara í bíó á sunnudögum. Að sögn Mr. Sakchai hafa stúlkurnar sem hjá hon- um vinna, minnst 135 kr. á dag. En hvernig hefur hann efni á að sýna starfs- fólki sínu slíka rausn? „Ef við gerðum það ekki væru þær ekki ánægðar og mundu leita eitthvert annað.“ En hvernig skýrir hann þá tilvist varðmannsins við verksmiðjuhliðið, ef allt er í himna lagi? Það verður fátt um svör hjá Mr. Sakchai. í viðtölum við stúlkurnar hjá Thai 77

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.