Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 18
Forvígismaður í frelsisbaráttu Indíána í Bandaríkjunum, Leonard Peltier, að dauða kominn í bandarísku fangelsi Það þjóðarmorð, sem hvítir drottnarar, þar með Bandaríkjamenn, hafa fram- ið á Indíánum, er einn ljótasti kafli mannkynssögunnar. Þeir fáu lndíánar, sem eftir eru í Bandaríkjunum, berjast fyrir frelsi sínu og rétti, en mæta oftast hörðu. Leonard Peltier er leiðtogi frelsishreyfingar Indíána og hefur háð harða bar- áttu gegn þjóðarmorðinu á þeim. Hann var einn af foringjum Sioux-ættkvíslar- innar í uppreisn hennar í Wounded Knee Peltier var dæmdur í lífstíðarfangelsi á grundvelli falsaðrar morðákæru. Hann hefur nú setið 8 ár í fangelsi, eftir að hon- um tókst að flýja um skeið, en náðist aftur. Það er táknrænt fyrir réttarfar í Banda- ríkjunum, er um slík mál sem þetta er að ræða, það sem gerðist, er kona ein, Miriam Pur Bars, krafðist þess að fá að bera aftur vitni fyrir réttinum, af því hún hafði borið falsvitni áður. Dómarinn sendi þá kviðdómendurna burt, svo þeir gætu ekki heyrt það, sem gerst hafði. Konan skýrði síðan frá því, er hún var tekin í gæsluvarðhald og lögreglan hótaði síðan að hún yrði drepin, nema hún undirritaði falskan vitnisburð gegn Leonard Peltier. Hún lét undan hótunun- um, en vildi svo fá að afturkalla — og þá hagaði dómarinn sér svona. — Ef banda- ríska lögrelgan (FBI) beitir ólögmætum og svívirðilegum aðferðum til að fá fram það, sem hún vill, — þá hlusta dómarar jafnvel ekki á sannanir um slíkt. Bandarísk yfirvöld fara grimmilega í Suður-Dakota 1973. með þennan djarfa leiðtoga Indíánanna. Hann átti í 2 mánaða mótmælaverkfalli gegn gerræði yfirvaldanna. En greinilegt er að þessi yfirvöld ætla að ganga svo frá honum að hann rísi ekki upp aftur. Hann hefur verið í fangelsum í Springfield og Missouri og heilsu hans hrakað. Peir fáu vinir og ættingjar, sem fengið hafa að heimsækja hann, segja að hann sé skin- horaður, hafi varla mátt sig hreyfa, eigi erfitt um mál og og sé næstum orðinn heyrnarlaus. Voru yfirvöldin neydd til þess að flytja hann á sjúkrahús. Að mati E. Brooks, sem er í stjórn Laridssam- bandsins gegn kynþáttakúgun og stjórn- málakúgun, eru dagar Peltiers taldir.^ Andlega er hann óbugaður og því hata bandarísk yfirvöld hann svo. Peltier hefur engan glæp framið, en segist berjast til hinstu stundar gegn ríkisstjórninni, sem traðkar á réttindum Indíána. Ætla valdhafar Bandaríkjanna að bæta einu dómsmorðinu við þann langa lista, sem fyrir er? (Sjá „Dómsorð amerískrar aldar“ í Rétti 1971, bls. 194-205.) 82

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.