Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 40
Fj ármálaöngþveiti heimsauðvaldsiris Skuldir Suður-Ameríku við Banda- ríkjaauðvaldið eru nú 350 miiljarðar dollara — og sífellt hækkar okrarinn mikli dollarann og vextina. Alþjóðabankinn skýrði frá því að 1983 hefðu þróunarlöndin greitt lánardrottn- um sínum 96 milljarða dollara í vöxtum og afborgunum, en hefðu aðeins getað fengið að láni 85 milljarða dollara á því ári. Skuldaþjóðir Suðurs eru því fjár- magnsútflytjendur til lánardrottna Norðursins á því ári. Afleiðingarnar verða ægilegar fyrir fjármálaþróun heims. Þróunin í rómönsku Ameríku er besta dæmið: Útflutningsmagn þaðan jókst 1983 en vegna versnandi viðskiptaskil- yrða minnkaði verðmæti magnsins um einn milljarð dollara. Hinsvegar dróst innflutningurinn saman um þriðjung á ár- inu: féll úr 78,8 milljörðum dollara 1982 niður í 56,3 milljarða 1983, — eða um 22.5 milljarða dollara. Rómanska Amer- íka varð að greiða vegna skulda 34 mill- jarða dollara 1983. Þar sem fjármagns- innflutningur varð raunverulega aðeins 4.5 milljarðar doliara, neyddist rómanska Ameríka til að minnka inn- flutning sinn til þess að geta staðið í skilum með lánagreiðslur. Lánardrottnar Norðursins fengu fjár- magn að upphæð 30 milljarða dollara — sem „þjónustugjald“ fyrir lánastarfsemi sína — en skuldaþjóðirnar urðu að gjalda fyrir með efnahagslegri stöðnun og aftur- för. Alþýða Suðursins er svelt, hungrið aukið. „Shylock“ Wall Street1 er að skera kjötpundið úr líkama skuldarans, — og það eru fyrst og fremst börnin sem deyja — 14 milljónir barna á ári. Sumir segja að þróunarlöndin hafi ver- ið ógætin á 8. áratugnum, er auðvelt var að fá lánin. En það ber að taka með í reikninginn hvaða breytingar urðu eftir lántökur allra þróunarlanda er jukust um 500 milljarða dollara: 250 milljarða doll- ara a.m.k. urðu þau að greiða vegna hækkaðs olíuverðs, meir en 40 milljarðar fóru í að greiða vaxtahækkanir lánar- drottnanna, um 20 milljörðum dollara 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.