Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 30
Alcoa og Alcan
eru voldugustu álhringar
heims
Þeir ætla sér nú auðlindir íslands til arðráns
■ - ' - -\'
Alcan-hringurinn í Canada er farinn að bera víurnar í íslenska fossaflið og hef-
ur hafíð samninga við ríkisstjórnina. Þessi auðhringur hyggur gott til glóðarinn-
ar, þegar hér er komin til valda lítilsigld stjórn, auðsveip erlendum auðdrottnum
og ákveðin í að halda launum verkalýðs lágum með hvaða ráðum sem er.
En hver er Alcan?
Alcan er 6. stærsta fyrirtæki í bandarískri eign í Kanada og er að 38% eign og
alveg undir yfírráðum Alcoa (Aluminium Co. of America), bandaríska auð-
hringsins, sem um skeið var einn drottnandi á ál-mörkuðum heims. Alcan er
tæki hans utan Bandaríkjanna til að klófesta jafnt bauxitnámur, fossa og annað,
sem ál-framleiðsla þarfnast. Alcan er því stærri en móður-félagið og eigandinn,
1974 nam sala Alcan 2301 milljónum dollara, eignir hans voru yfir þrír milljarðar
dollara (3011 milljónir), gróðinn yfír 35 milljónir dollara. Þá hafði hringur þessi
í þjónustu sinni 60 þúsund starfsmenn (nú um 70 þúsund). Hann var þá 92. í röð-
inni af 500 stærstu auðfélögum heims utan Bandaríkjanna. (Svissneski hringur-
inn Alusuisse, sem hér hefur nú fest klærnar í auðlindum Islendinga var þá 141.
í röðinni, — svo mönnum má ljóst vera að hér er við miklu voldugri auðhring að
fást — og ber þó að minnast þess að hann er aðeins annar helmingur risafyrir-
tækisins: Alcan og Alcoa eru eitt.
Alcoa OG Alcan eru báðir í raunveru-
legri eign og undir yfirráðum Mellon-
samsteypunnar, sem lengst af hefur verið
ein af fjórum voldugustu auðsamsteypum
Bandaríkjanna, við hliðina á Rockefell-
er-, Morgan- og Du Pont-samsteypunum.
Máske eru nú einhverjar af þeim nýju
samsteypum auðhringa, sem Reagan elur
nú upp á drápstækjum í Kaliforníu, farn-
ar að nálgast þessar fjórar gömlu að auði
og gróða.
íslendingar kannast: við fleiri af auð-
hringum Mellons, t.d. Westinghouse.
Gulf Oil Co. er líka eitt af eignunum.
Hér skal ekki rakin gróðasaga álhrings-
ins ameríska, en óhugnanleg myndi hún
þykja, ef sagt væri frá öllu framferði þess
hrings í heimsstyrjöldunum tveim.
Hitt er aðalatriðið að hér er á ferðinni
einn af auðrisum heims og ætlar sér að
ná hér ofurvaldi, meðan fávís og lítilþæg
stjórn situr að völdum — og ráðstafa auð-
94