Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 26
Hitt er þó ískyggilegra, ef sú könnun
hefur satt að mæla, hvernig komið er um
sjálfsvirðingu mikils hluta þjóðarinnar.
Ýmsir þeirra stjórnmálaleiðtoga, er
börðust 1949 fyrir inngöngu í Nato og
sættu sig síðar við herstöð á Keflavíkur-
flugvelli, töldu sér trú um að þeir væru að
vinna hugsjónaverk fyrir frelsið — og
ekki komi til mála að taka gjald fyrir. —
Kaninn hafði hinsvegar klókindi nóg til
að láta vissa potentáta peninga-„aðalsins“
græða á verki fyrir þá — og græða vel.
Og eftir 35 ár er svo komið að megin-
þorri Natoliðsins er orðinn svo kaldrifjað-
ur og „klár“ á því illvirki, sem þeir eru að
vinna, að þeir hugsa sem svo: „Þetta er
allt bara gert fyrir Kanann. Við stofnum
bara lífinu í hættu fyrir hann. Það er ekki
nema rétt að hann sé látinn punga út með
peningana meðan við enn fáum að tóra
og njóta þeirra.“
Samkvæmt skoðanakönnuninni er meiri-
hluti íslendinga samþykkur því að „selja
sig“, fá fé fyrir „hervarnirnar“, vera laun-
að málalið morðveldisins, — án þess þó
að berjast.
Foringjar hernámsflokkanna munu
vera feimnir að ræða þetta mál við
Kanann, þykjast andvígir því, — en mik-
ið má vera ef Kaninn sér ekki sjálfur hve
mjög hann myndi festa sig í sessi með því
að bjóða ríkinu borgun — og þá mun
feimnin fara af foringjunum, enda vanir
að fá ríflega borgað til hlutafélaga sinna
(„Aðalverktaka“ o.fl.) og eiga þá erfitt
að neita tekjum til ríkisins frá forríkum
aðiljum á sama tíma og þeir níðast á sjúk-
lingum og launþegum öllum.
Er þá svo komið sem síra Sigurbjörn
Einarsson óttaðist, ef vér bjóðum erlendu
stórveldi fangstaðar á landi voru, hvað
við misstum — og hann lýsti með ógleym-
anlegri snilld á útifundi 31. mars 1946:
„Við missum traust og virðingu allra
þjóða, fyrst þeirrar manndómsþjóðar,
er æskir ítaka í landi okkar og síðan
allra annarra. Við missum allt tilkall til
þess að fyrrverandi sambandsþjóð
okkar og önnur Norðurlönd líti á okk-
ur öðruvísi en sem pólitíska skrælingja.
Við missum sjálfstraust og sjálfs-
virðingu. Við missum, slítum úr okkur
þann hjartastreng, sem tengir okkur
þrautum og sigrum, sárum og sælu,
draumum og dáðum horfinna íslcnskra
manna. Við missum Einar þveræing,
Árna Oddsson tárvotan í Kópavogi,
missum Jón Sigurðsson, því að við
höfum svikið þá alla. Við missum ilm-
inn af gróanda 19. og 20. aldar. Við
missum 17. júní 1944, því við umhverf-
um því sem þá gerðist í skrum og
skrípaleik. Við missum nú þegar yfir-
leitt allt sem verðmætast er og með
öllu óbætanlegt, en ávinnum í mesta
lagi í staðinn það eitt, sem mölur og
ryð eyðir og þjófar stela. Hverju við
kynnum að ræna óborna Islendinga,
vitum við ekki. En það þarf ekki að
minna okkur á, hver kostnaður hlaust
af þeim fríðindum, sem keypt voru fyr-
ir réttindaafsal árið 1262. Sjálfan sig
selur enginn nema með tapi, hvað sem
líður hagfræði þessara gróðatíma.
Gömlu mennirnir kölluðu það að
versla við fjandann að meta æru sína
til peninga og leggja framtíð sína ævar-
andi í veð fyrir stundarávinningi, hvort
sem það var af ótta eða ágirnd. Og þeir
höfðu þá trú, að slík viðskipti horfðu
til lítils ábata.“
90