Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 42
Mótmælaganga
gegn herstöðvum
Friðarhreyfíng kvenna á
Pórshöfn og nágrenni
hefur forgöngu.
Þann 7. júlí sl. gekkst „Friðarhreyfing kvenna á Þórshöfn og nágrenni“ fyrir
mótmælagöngu gegn hernaðarbrölti bandaríska innrásarhersins á Norð-austur-
landi, einkum á Langanesi.
Gangan hófst við flugvöllinn á Sauðanesi. Flutti Dagný Magnúsdóttir hús-
freyja á Sauðanesi ávarp í upphafí göngunnar. Síðan var gengið 7 kflómetra leið
til íþróttavallarins í Þórshöfn. Þátttakendur í göngunni (í einhverju strjálbýlasta
hluta landsins) voru um 200 manns, er sumir segja samsvara um 35 þús. á höfuð-
borgarsvæðinu. Ávörp voru flutt á fundinum frá fulltrúum Austfirðinga og Vest-
firðinga, andvígum hernáminu, en aðalræðuna flutti Stefanía Þorgrímsdóttir frá
Garði við Mývatn og fer sú ræða hér á eftir:
Góðir félagar, friðarsinnar!
Kunningjakona mín, einn ágætur frið-
arsinni svona á saumaklúbbum, spurði
mig í gær hversvegna ég ætlaði að taka
þátt í þessari göngu, eins og hún kvað á
um.
„Vegna þess að ég lifi og ann öðrum
lífsins,“ svaraði ég.
„Pú þarft nú varla að æða norður á
Þórshöfn fyrir því,“ sagði hún.
Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvers
vegna ég þyrfti þess og hvaða tilgangi ég
teldi það þjóna. Ég sagði henni að við,
sem hygðumst ganga þennan spöl saman,
ætluðum með því að krefjast friðlýsingar
okkar ágæta héraðs fyrir hvers konar
hernaðarbrölti, kjarnorkulausra Norður-
landa, auk annarra hluta, sem til friðar
mættu leiða. Ég þuldi fyrir henni kjörorð-
in okkar.
Henni fundust þau svosem ágæt, —
svona af kjörorðum að vera.
„En,“ sagði hún, „mér finnst þetta
samt ósköp asnalegt hjá ykkur. Eins og
við verðum ekki öll drepin, þó þið séuð
að gana þetta útum mela og móta.“
Þessi kunningjakona mín er ekki ein
um þá skoðun að við verðum öll drepin í
fyllingu tímans, og allt friðartal snúist um
það eitt að fá að velja sér aftökudaginn
sjálfur, — helst með þriggja daga fyrir-
vara.
Petta er raunar ekki nein ný bóla, —
öldum saman hefir hrjáð mannkyn mátt
hugga sig við vonina um friðinn mikla,
sem kvað bíða mannsins handan við
106