Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 27
Vér höfum heyrt varnaðarorðin og
hvað við liggur.
Bandaríska auðvaldið og þý þess hér
treysta því máske að hér sé nú orðin þjóð
með hugann forheimskvaðann og hjartað
kalið. f>ví séu þessvegna allir vegir færir.
En minnumst þess, íslendingar, að hér
á landi lifðu aðeins 38 þúsund manns fyrir
tveim öldum.
Vér hófum oss úr niðurlægingu og
eymd þess tíma upp til þess hátindar
aldarþriðjungsins 1930-60, er ljóma sló á
heiminn af rauðum bókmenntum fslands,
að aldagömul forinja fátæktarinnar var
btotin á bak aftur af alþýðu lands vors, að
lýðveldi var endurreist á Þingvöllum og
landhelgin unnin úr hergreipum stór-
velda.
Vér getum unnið slík afrek á ný. Vér
höfum að vísu ekki eins langan tíma og
forðum. En nokkra áratugi máske, því
þótt hátt láti i hervaldinu bandaríska, þá
er það hrætt við að tendra heimsbálið,
hrætt við mátt sósíalísku ríkjanna, hrætt
við uppreisn skuldaþjóðanna, hrætt um
sjálfan kapítalismann.
Ef álíka fjöldi íslendinga og hér var
fyrir tveim öldum, æskan og fullorðið
fólk, sem veit hvað það vill, vinnur að
því sleitulaust með heiðan hug og hjartað
heitt að losa andlegu fjötrana af þjóðinni,
uppræta spillinguna, þá á ísland enn von
— og þá kemur sú tíð að fólkið þorir
fjötrana að brjóta og frelsis að njóta á ný
á farsældar fróni.
SKÝRINGAR:
* Orð þetta er fengið að láni frá Stephuni G. úr
kvæði hans „Mammon" og er það kvæði birt hér
á eftir, því einkum síðasti kafli þess á erindi til
fslendinga nú, þó ort sé fyrir 70 árum (1914).
Hluti af mótmælafundi Sósílaistaflokksins 16. maí 1951 gegn hernámi Bandaríkjahers