Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 45

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 45
honum ekki hót. Né öllum hinum, sem þrátt fyrir hinn almenna friðarvilja í heiminum verða ófriði að bráð í dag og á morgun. Pað er nefnilega ekki nóg að vera frið- arsinni í hjarta sínu. Friður í hjartanu getur ekki einu sinni bjargað lífi vesællar flugu, ef einhver sem hefur annað hjarta- lag ákveður að drepa hana. Sá friðarvilji, sem geymdur er inni í hjartanu og aðeins viðraður yfir kaffiboll- anum er því miður einskis virði til annars en þess að hressa upp á samviskuna eina kvöldstund. Er þá yfirhöfuð nokkurt gagn að friðar- vilja? Er vil nokkurs að vera að þessu friðar- brölti? Eigum við annarra kosta völ en að láta drepa okkur á einn eða annan veginn, eft- ir því hvað stríðsherrunum kann að þóknast? Jú, það er til annar kostur, — sá kostur að velja sér líf, og hann stendur opinn hverjum þeim, sem reiðubúinn er að virða og verja lífsrétt sérhvers manns. Hverjum þeim sem reiðubúinn er að skilja, að herstöð á Miðnesheiði og rat- sjárstöð á Langanesi er hið sama og bið- stöð dauða og tortímingar, og að eina leiðin útúr þeirri biðstöð liggur um sam- stöðu og friðarbrölt allra friðarsinna. Hverjum þeim, sem ákveður að draga friðarviljann uppúr hjartahirslunni og bera hann í fylkingarbrjósti þeirrar göngu, sem krefst lífsréttar mannkyninu til handa. Hverjum þeim, sem hafnar því að bera vopn til varnar friðinum. Það er um þetta sem málið snýst, — líf eða dauða, frið eða stríð. Svo einfalt er það. Það er engin spurning um svona frið eða hinsegin frið eða bara frið fyrir mig. Hönnuðir nútíma hernarðartækni sjá fyr- ir því. Dag hvern erum við rekin upp að vegg og neydd til að skilja að örlög mann- kyns eru örlög einstaklingsins, að „í dag mér, á morgun þér“. Nóttina sem herir Varsjárbandalagsins stóðu vígbúnir við pólsku landamærin og Bandaríkjaforseti hafði heitið að svara hverri hernaðaríhlutun þeirra af fyllstu hörku, eins og það var svo snyrtilega orðað, man ég að ég horfði á sofandi börnin mín og hugsaði: Kannski kemur enginn morgundagur. Eða kannski kem- ur hann og ég óska þess að hann hefði ekki komið. Og ég, friðarsinninn, spurði í angist allra mæðra: Hvað get ég gert? Já, hvað getum við gert? Við getum ristið upp, öll sem eitt, og sagt NEI. Nei, og aftur nei. Eitt nei er orð, viljayfirlýsing, — mill- jónfaldað nei er máttur, sterkari kjarn- orku. Vegna meðbræðra okkar, sem drepnir eru í varnarstríðum hershöfðingjanna, vegna foreldranna, sem ekki geta gefið börnun sínum framtíð, vegna jarðarinn- ar, sem okkur er falin til varðveislu ber okkur skylda til að segja nei við hverju því orði, athöfn og framkvæmd, sem ógn- ar lífi. Ekki bara að segja það, heldur meina það. Ekki bara í dag, heldur sérhvern dag. Því það er hægt. Það getum við gert. og það er líka eina leiðin til þess að börn- in okkar eigi morgundag í vændum. 109

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.