Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 25
Helgríma og hjarta-helta1? Þankar vegna skoðanakönnunar Sá var háttur forðum daga er slátrað var lömbum eða fullorðnum kindum að setja áður yfir andlit þeirra grímu, er helgríma var kölluð. Það hefur verið atvinna vissra manna með volduga fjölmiðla í meir en aldar- þriðjung að reyna að koma slíkri helgrímu á andlit þjóðar vorrar, svo hún mætti ei sjá, er hún væri leidd til slátrunar sem fórnarlamb bandarískra ofstækismanna > árásarstríði þeirra til útrýmingar kommúnismans í heiminum, máske helstríði •nannkynsins. Er inngangan í Nato var samþykkt 30. mars 1949 — með ólöglegum aðferðum á Alþingi, — þá lögðum við andstæðingar ■nngöngunnar til að málið færi undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nato-menn felldu það, því þeir óttuðust að þjóðin felldi inngönguna, ef hún fengi að ráða, enn óspillt og raunsæ, nýkomin úr 7 alda erlendri yfirdrottnun. Þeir kaldrifjuðustu hugðust verða að fá tíma til að svæfa þjóðina og spilla. Síðan eru liðin 35 ár. Sósíalistar hafa allan þennan tíma bar- lst fyrir bættum kjörum alþýðu, útvíkkun fiskveiðilandhelginnar og reynt að verja sjálfstæði þjóðarinnnar og yfirráðarétt yfir landi sínu — allt í óþökk Nato-sveina. Kaldrifjaðir valdhafar hafa hinsvegar notað voldugustu fjölmiðla landsins til þess að reyna að forheimskva þjóðina og blekkja, telja henni trú um að Nato væri „friðarbandalag“, meðan flest ríki þess háðu undirokunarstríð út um allan heim (sjá Rétt 1973, bls. 176-7) og sjálft for- usturíkið, Bandaríkin, hið allra svívirði- legasta: Víetnamstríðið en þau gættu þess sem gætnir ræningjar að slást ekki inn- byrðis. Samtímis hafa fjölmiðlar þessir ekki linnt látum að sverta „Rússa“ í aug- um þjóðarinnar sem væru þeir örgustu fjandmenn hennar. — Pað hefur sannast sem sá ágæti íslendingur, síra Sigurbjörn Einarsson, sagði í útvarpi 1. maí 1946: „En þeir, sem af ótta við Rússa vilja flana í fangið á Ameríku, minna mig á óheppna fjallgöngumenn, sem hlaupast fyrir björg af ótta við tröllin í þokunni.“ Stór hluti þjóðarinnar telst nú sam- kvæmt skoðanakönnun, reiðubúinn til að hlaupast fyrir björg. Svo mikið um forheimskvunina. 89

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.