Réttur


Réttur - 01.04.1984, Page 17

Réttur - 01.04.1984, Page 17
Þeir koma í hópum þreyttir menn úr þúsund ára stríði í þvældum skitnum axlastakk og brúnni skyrtu við. Þeir þjónað hafa jörðinni og hennar hæsta valdi, við himininn þeir glíma, — hver semur við þá frið? Lófar þeirra meitla úr bergi bláar œðar og birtan fœst úr vatni fyrir þeirra gerð. Þeir erja hrjúfa jarðarmold til arðs og sigla höfin. Það eru svona miklir listamenn, sem hérna eru á ferð. Þeir leggja brýr og vegi um löndin fram og aftur og lesta dýrum farmi kaupsýslunnar far. Þeir kljúfa steininn sundur og hvítar hallir byggja og kuldans nótt þeir gista við yzta norðurmar. Þú dekksti kolamaður, sem kemur eins og hending úr köldum iðrum moldar. — Það er vor á jörðu nú. Hinn forni þrœldómshlekkur er hálfsagaður burtu. Hvað er þá eftir fleira — að vígjast nýrri trú? Það er þó ekki framar von og trúarvissa, því viljinn slítur sundur hinn slitna brunaþráð. Hverjir verða með að syngja söngva dagsins fyrst sigurinn er þúsundanna eina hjálparráð? Ef þú mætir á strœtinu bliki úr bláum augum barnsins, sem þeir skila nú arfi sér í hag. Langar þig að vita það að vori í þínum sporum, eða viltu ganga í stríðið fyrir rétti þess í dag? 81

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.