Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 1

Réttur - 01.08.1986, Page 1
69. árgangur 1986 — 3. hefti Það eru liðin rúm 45 ár síðan hervald Bandaríkjanna sölsaði undir sig yfirráðin yfir íslandi, hertók land vort í skjóli ofbeldis. Það þarf hver ís- lendingur að vita hvernig þetta vald hefur öðlast ítökin í þjóð vorri og drottnunina í landi voru til þess að finna til þeirrar skyldu hvers frjáls- borins íslendings að heimta land sitt úr hers höndum og fá að ráða því sjálfir og einir. Það var í júní 1941 að auðvald Bandaríkjanna krafðist þess af Bretum að þeir kúguðu fslendinga til að biðja um vernd Bandaríkjanna — og herráðið bandaríska var þá með hugmynd um að gera ísland að voldugri herstöð sinni til 99 ára. Þegar íslenska ríkisstjórnin varð ekki strax við þessari „beiðni“ Breta sakir tregðu forsætisráðherra, settu Bretar íslensku ríkisstjórninni þá úrslitakosti 24. - 25. júní að ef ríkisstjórnin bæði ekki um vernd Banda- ríkjanna innan 24 tíma yrðu allar siglingar frá íslandi og til íslands stöðvaðar og þjóðin svelt inni. Þá beygði ríkisstjórnin sig — og gerði svo- kallaðan varnarsamning, sem hún hafði þó enga lagalega heimild til. Slíka samninga getur enginn nema Alþingi og þjóðhöfðinginn gert (sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar). Síðan hertók bandarískur her íslend 7. júlí 1941 — og svo var Alþingi kall- að saman 9. júlí og meirihluti þess látinn samþykkja afsalið til Bandaríkjanna. Sumir samþykktu nauðugir, (sjá: greinargerð Sigurðar Hlíðars). Sósíalistar greiddu atkvæði á móti. 113

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.