Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 2

Réttur - 01.08.1986, Síða 2
1945 sveik svo hervald Bandaríkjanna þennan nauðungarsamning, neitaði að fara burt — eins og ákveðið var í „samningnum“ — og krafð- ist þriggja stórra herstöðva á íslandi til 99 ára (sjá „Rétt“ 1985, bls. 131- 134). Þessu neitaði nýsköpunarstjórnin, sem þá var komin til valda á íslandi. Þá knúði Bandaríkjavaldið fram Keflavíkursamninginn, sem aðeins átti að gilda til 1951. Nú var tíminn notaður af hálfu bandaríska auðvaldsins til þess að ná ann- arsvegar nokkrum tökum á efnahagsmálum íslands með Marshall-samningn- um og hinsvegar að fleka ísland inn í Atlantshafsbandalagið. Samþykkti meirihluti Alþingis þá inngöngu í trausti á þá yfirlýsingu utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Achesons að „ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á íslandi á friðartímum.“ Sósíalistar ofl. greiddu atkvæði gegn inngöngunni í hernaðarbandalagið. Og þjóðin mótmælti þessum þjóð- svikum með mótmælafundinum fræga 30. mars 1949. Enn voru öll loforð svikin: 7. maí 1951 réðst bandarískur flugfloti á ísland og hertók landið. Var enn haft að yfirskyni „samningur" við ríkisstjórn, sem enga heimild hafði til að gera slíkan samning og þar að auki voru þverbrotin loforð Achesons, sem var forsenda flestra borgaralegu þingmannanna fyrir inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Alþingi var ekki kallað saman fyrr en um haustið af ótta ríkisstjórnar- innar við þjóðina. Formaður Sósíalistaflokksins lýsti því þá yfir við þingsetningu að Alþingi stæði nú frammi fyrir þverbroti á stjórnarskrá (21. gr.) og væri í herteknu landi, — svo allt, sem innrásarherinn léti gera hér eftir væri brot á stjórnarskrá landsins. — Og svo hefur nú verið í 35 ár síðan. Bandaríski herinn færir sig nú sífellt upp á skaftið, gerir ísland að fyrirhugaðri árásarstöð sinni á Sovétríkin og stofnar vitandi vits lífi og tilveru þjóðar vorrar í hættu — og alls mannkyns. Mál er að linnL

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.