Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 5

Réttur - 01.08.1986, Side 5
Neskaupstaður Þegar ég kom inn í sjónvarp á kosn- inganóttina höföu tölur ekki borist frá Neskaupstað. Þegar ég var á leið út úr sjónvarpinu bárust fyrstu tölur og þá kom í Ijós að samkvæmt þeim hafði Alþýðu- bandalagið ekki hreinan meirihluta. Þá er mér sagt að brúnin hafi lyfst heldur betur á einhverjum í sjónvarpssal; „kommarn- ir“ að tapa loksins í Neskaupstað eftir 44 ár. Svo komur aðrar tölur og enn aðrar og þá munu annars alvarleg andlit — sem brostu aldrei þessu vant i hálftíma — aft- ur hafa tekið á sig gamla formið. Enda var meirihlutinn unninn i Neskaupstað. Þá var nú ekki verið að hafa fyrir því að leita skýringa á því að Alþýðubandalagið skuli halda meirihluta sínum enn einu sinni eftir 44 ár. Og blöðin sögðu daginn eftir kosningar: I Neskaupstað fastir liðir eins og venjulega. En auðvitað leituðu þau ekki heldur skýringa á því að ennþá einu sinni hafði Alþýðubandalagið í Neskaupstað unnið stóran kosnigasigur — þann stærsta á landinu. Þegar Alþýðu- bandalagið hefur 19,3% fylgi á landinu öllu að meðaltali hefur Norðfjörður yfir 49%. Fyrir nokkrum kjörtímabilum bar svo við einu sinni að Alþýðubandalagið virtist vera að tapa meirihlutanum í Neskaup- stað. Þannig stóð hvað eftir annað í kosn- ingaútvarpinu, og þá ákváðu fréttaritarar erlendra fréttastofa að hér væri komin heimsfrétt þó endanlegar tölur væru ekki komnar. Reuter, NTB og AP sendu frétta- skeyti um víða veröld um aö meirihlutinn 117

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.