Réttur - 01.08.1986, Side 9
Akureyri
26,1% atkvæða. Bæjarfulltrúar flokksins
eru þau Kristján Ásgeirsson, Valgerður
Gunnarsdóttir og Örn Jóhannsson.
I Hrísey var óhlutbundin kosning, en á
Þórshöfn hlaut listi með aðild Alþýðu-
bandalagsins 4 menn af fimm í hrepps-
nefnd.
Á Raufarhöfn hlaut G-listinn 22,6%
atkvæða og 1 mann kjörinn; Hlyn Þór
Ingólfsson. Viðbótin var 3 prósentustig.
Sveitastjórnarmenn af þessum listum
eru því 9 talsins í Norðurlandskjördæmi
eystra en þeir voru 6 á síðasta kjörtíma-
bili.
Austurland
Á Austurlandi komu fram listar á sjö
stöðum merktir Alþýðubandalaginu beint
— reyndar tveir á einum stað — auk þess
sem Alþýðubandalagið átti hlut að óháð-
um listum meðal annars á Höfn í Horna-
firði.
Á Eskifirði fékk Alþýðubandalagið
16,4% atkvæða og einn mann kjörinn,
Hjalta Sigurðsson.
Á Seyðisfirði hlaut G-listinn 11,4% at-
kvæða og einn mann kjörinn, Hermann
Guðmundsson. Þar kom einnig fram S-
listi Alþýðubandalagsins og óháðra. List-
inn fékk 14,23% atkvæða og einn bæjar-
fulltrúa, Þóru Guðmundsdóttur.
Áður hefur verið fjallað um úrslitin í
Neskaupstaö.
Á Egilsstöðum fékk G-listinn 21,3%
atkvæða og einn mann kjörinn, Sigurjón
Bjarnason, en hafði áður 2 menn. Mun-
121