Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 10

Réttur - 01.08.1986, Síða 10
aði aðeins um 10 atkvæðum, að Elna Jónsdóttir næði inn í hreppsnefndina og hefði þar með fellt 2. mann Sjálfstæðis- flokksins. G-listinn á Vopnafírði fékk 29,4% at- kvæða, bætti við sig 6,7% og einum manni. Hreppsnefndarmenn Alþýðu- bandalagsins á Vopnafirði eru Aðalbjörn Björnsson og Ólafur Ármannsson. Á Reyðarfírði fékk G-listinn 23,9% at- kvæða og tvo menn kjörna, tapaði einum frá síðustu kosningum. í hreppsnefnd fyr- ir Alþýðubandalagið á Reyðarfirði eru Þorvaldur Jónsson og Helga Aðalsteins- dóttir. G-listinn á Fáskrúðsfírði fékk 24,8% atkvæða og tvo menn kjörna þá Björgvin Baldursson og Sigurð Jónsson. Á Stöðvarfírði var óhlutbundin kosning, en á Djúpavogi fékk E-listi framfarasinna 49% atkvæða og 3 menn kjörna. Á Höfn í Hornafírði var Alþýðubanda- lagið ekki með flokkslista en óháðir kjós- endur fengu 35,8% atkvæða og 3 menn kjörna. Alþýðubandalagslistarnir sem hér hafa verið taldir fengu 16 hreppsnefndarmenn og bæjarfulltrúa í síðustu kosningum en 15 í kosningunum 1986. Ber að taka fram til skýringar að Alþýðubandalagsmenn áttu aðild að óháðum listum á nokkrum stöðum, meðal annars á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, auk Hornafjarðar. Suðurland Á Suðurlandi varð útkoman góð í öll- um byggðarlögunum: í Vestmannaeyjum hrundi meirihluti íhaldsins. Þeir höfðu sex menn 1982 en hafa nú fjóra; töpuðu 15 prósentustigum atkvæða. Alþýðubandalagið bætti við sig 6,5% og bæjarfulltrúa. Þeir eru nú Ragn- ar Óskarsson og Guðmunda Steingríms- dóttir. Á Selfossi bætti Alþýðubandalagið einnig verulega við sig, fór úr 13,4 í 17,4% og vantaði aðeins um 10 atkvæði til þess að ná 2. bæjarfulltrúanum, Kolbrúnu Guðna- dóttur. Bæjarfulltrúi Albýðubandalagis- ins á Selfossi er Þorvarður Hjaltason. Á Stokkseyri vannst glæsilegur sigur en þar hefur Alþýðubandalagið haft oddvit- ann á liðnu kjörtímabili, Margréti Frí- mannsdóttur. Nú bætti G-listinn um bet- ur og hreppsnefndarmenn okkar á Stokks- eyri eru nú þrír Margrét Frímannsdóttir, Grétar Zophaníasson og Guðbjörg Birg- isdóttir. Hlutfallstalan er 34% —sú næst- hæsta á landinu! í Hveragerði fékk listi félagshyggju- fólks H-listinn 44,4% atkvæða og tvo menn kjörna. í Þorlákshöfn hlaut K-listi með aðild Alþýðubandalagsins rúmlega 25% at- kvæða og einn mann, Guðbjörn Gunn- arsson í hreppsnefnd. G-listarnir á Suðurlandi bæta því við sig tveimur mönnum; þar sem áður voru fjórir menn eru þeir nú sex talsins. Staður Sveitastjórnarmenn Atkvæði (Nöfn nýrra fulltrúa eru feitletruð. ★ aftan við nöfnin þýðir að viðkomandi hefur áður setið í bæjarstjórn sem aðalfulltrúi, þó ekki á síðasta kjör- tímabili.) Reykjavík Sigurjón Pétursson Kristín Á. Ólafsdóttir Guðrún Ágústsdóttir 10695 20,3% Kópavogur Heimir Pálsson Heiðrún Sverrisdóttir Valþór Hlöðversson 2161 27,9% Seltj.nes Guðrún K. Þorbergsd. Svava Stefánsdóttir 509 24,7% Garðabær Hilmar Ingólfsson 562 17,2% Hafnarfj. Magnús Jón Árnason 783 10,7% Grindavík Kjartan Kristóferss.* 149 14,4% Keflavík 206 8,0% 122

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.