Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 28

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 28
Upphaf atómstríðs-voðans „Hernaðar- og stóriðju- klíka“ Bandaríkjanna knúði fram fjöldaframleiðslu atómsprengjunnar, þegar vitrustu menn Bandaríkjanna vildu hindra slíka ógæfu. Stimson, hermálaráðherra Roosevelts, sá fyrir hver skelfing myndi af hljótast, ef fjöldaframleiðsla á kjarnorkusprengjunum væri hafín. A síðasta ríkisstjórnar- fundi, er hann sat — og þá undir forsæti Trumans — þann 21. september 1945, lagði hann til í skýrslu, sem sýndi fram á allar hinar hræðilegu afleiðingar af fjölda- framleiðslu þessara múgmorðsvopna, að Bandaríkin afhentu Sovétstjórninni leynd- armál sprengjunnar og semdi um leið við hana um að hvorugt stórveldið skyldi nokkru sinni framleiða þetta morðvopn. Hann kvað engan efa á að Sovétríkin myndu ella sjálf innan skamms tíma fínna upp þetta vopn og þá væri mannkyninu voðinn vís. Stimson fékk meirihluta viðstaddra til að fallast á sjónarmið sitt, 8 með, 4 á móti.1 Þá fór sú óheillaklíka, sem Eisenhower forseti síðar varaði þjóðina við og kallaði „hernaðar- og stóriðjusamsteypuna“ af stað. Hana dreymdi um ofsagróða og al- heimsdrottnun bandarísks auðvalds og her- valds yfir gervöllum heimi í krafti einokun- ar á atómsprengjunni. Það skyldi upp renna „amerísk öld“ og m.a. Sovétríkin kúguð til að gerbreyta þjóðfélagi sínu eða vera sundurskotin ella. Stríðsáætlanirnar voru snemma valdar og tilbúnar. Og þessi múgmorðsklíka auðdrottna Bandaríkjanna og ógæfuvaldar heims, sigr- uðu á næsta fundi ríkisstjórnarinnar. 5. mars 1946 lýsti ChurchiII, með samþykki Trumans, yfir að „kalda stríðið“ væri hafið. Stríðshanskanum var varpað að Sovétstjórninni. Baruch-áætlunin kom á eftir (14. júní 1946). Krafan um alræði Bandaríkjanna um vopnaframleiðslu heimsins oll. Og ofsóknirnar gegn öllum róttækum mönnum í Bandaríkjunum hóf- ust síðan (,,MacCarthy“-brjálæðið). Sovétríkin sprengdu fyrstu kjarnorku- sprengju sína haustið 1946, fyrstu vetnis- sprengjuna 1951. Stimson hafði haft á réttu að standa. 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.