Réttur - 01.08.1986, Page 31
á ákveðnum tíma sólarhringsins. Slíkur
samhugur myndi veita mikinn andlegan
styrk.“
•
Ljúkum þessari grein með tilvitnun í
irásögn Ágústs Vigfússonar5 af lífi harð-
gerðrar, fátækrar alþýðukonu er hann
hefur vitnað í hörð orð hennar: „Þannig
m*lti hin skapmikla lífsreynda alþýðu-
Lona. Á veggnuin hékk mynd af Ólafi
I'riðrikssyni. Já, sagði gamla konan. IVlér
þykir vænt um þennan mann. Hann gerði
svo mikið fyrir alþýðuna. Svo staulaðist
hún á fætur og greip hækjuna og hökti að
veggnum, staðnæmdist við myndina, tók
upp vasaklút og þurrkaði rykið af mynd-
inni. Það var eins og hún væri að klappa
nákomnum ættingja.
E.O.
SKÝRINGAR:
1 Sjá „Rétt“ 1972, bls. 224.
2 Haraldur Jóhannsson: „Klukkan var eitt“.
3 Sjá „Rétt“ 1977, bls. 38.
4 Sjá „Rétt“ 1966, bls. 42.
5 Sjá bók Agústs Vigfússonar: „Mörg eru geð
guma“, Rvík 1976, söguna: „Ég þoldi aldrei of-
ríki“, sögulok.
143