Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 40

Réttur - 01.08.1986, Side 40
I V V ÍVAR JÓNSSON: Thatcherisminn og efnahagskreppan — nýfrjálshyggjan, auðvaldskreppan og hin nýja tækni Á undanförnum árum hefur nýfrjálshyggjan verið leiðarljós flestra hægri- flokka Vesturlanda og haft mikil áhrif á efnahags- og félagsmálastefnu auðvalds- ríkjanna. Ríkisstjórn Thatchers á Bretlandi hefur gengið lengst allra ríkisstjórna í að framfylgja öfgastefnu nýfrjálshyggjunnar og er því skýrasta dæmið um hvernig stefna af þessu tagi er í reynd við núverandi aðstæður í auðvaldsríkjun- um og endurskipulagningu auðvaldskerfisins. í þessari grein er fjallað um gjald- þrot nýfrjálshyggjunnar og ástæður þess. I. Fyrri hluti Skömmu fyrir páska sögðu breskir fjöl- miðlar frá hrottafengnum ofbeldisglæp sem lítið eitt stóð upp úr þeirri flóðbylgju glæpafregna sem ríður yfir landslýð dag- lega og langt fram á nótt í útvarpi og sjón- varpi. í fréttinni var sagt frá því að öldruð kona, liðlega sjötug, hefði fundist Iátin i íbúð sinni í einu af fjölmörgum fátækra- hverfum Lundúna. Brotist hafði verið inn í íbúð konunnar og ellilífeyri hennar stolið, nokkrum pundum sem hún hafði fyrr um daginn sótt á pósthúsið. Konan fannst myrt og stungin mörgum hníf- stungum. Þessi aldraða kona var innflytj- andi, reyndar þýskur gyðingur sem hafði lifað af útrýmingarbúðir nasista í Dac- hau. Þetta dæmi er aðeins eitt af mörgum sem daglega vekja óhug almennings á tímum vaxandi glæpatíðni á stjórnarárum 152

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.