Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 43
Fjárfestingar í sjálfvirkum vélmennum
í iðnaði minnkuðu í fyrsta sinn á síðasta
ári. Bretar „réðu“ til starfa aðeins 585
vélmenni 1985 en árið áður tók iðnaður-
inn í sína þjónustu 670 vélmenni. Á
Bretlandi „starfa“ nú aðeins 3208 vél-
menni. Samanburður við V.-Þýskaland,
helsta keppinaut Breta á heimsmarkaði
og í Efnahagsbandalaginu er skuggaleg-
ur. Á síðasta ári fjölgaði vélmennum í
iðnaði í V.-Þýskalandi um 2200, þau eru
nú 8800. í Bandaríkjunum fjölgaði þeim
úr 13000 í 20000 á síðasta ári. Ástæða
hnignunar vélmennavæðingar Breta er að
þess háttar tæknivæðing hefur náð há-
marki sínu í bílaiðnaði Breta, en aðrar
iðngreinar hafa ekki verið í stakk búnar
til að halda þróuninni áfram (samkvæmt
árlegri rannsókn „British Robot Assoc-
iation“ 1986).
Loks má nefna að framleiðni bresks
iðnaðar hefur minnkað á stjórnartíma
Thatchers og dregur það enn úr samkeppn-
isstöðunni. Árleg framleiðniaukning mið-
að við umreiknaðar hagsveiflur, hefur
dregist saman á undanförnum árum. Frá
júlí 1971 til október 1979 var árleg fram-
leiðniaukning í iðnaði að meðaltali 1,8%.
Frá janúar 1980 til janúar 1981 var hún
H% og frá janúar 1981 til október 1982
var hún 1,3%. Hin háa framleiðniaukn-
'ng á árinu 1980 stafaði af því að iðnrek-
endur sáu fram á langtíma stöðnun í iðn-
aði og sögðu upp starfsmönnum sem þeir
höfðu haldið í á meðan lausafjárstaðan
enn leyfði og markaður var talinn fyrir
framleiðslunni. Hin raunveruelga fram-
leiðniaukning hefur því minnkað um nær-
fellt þriðjung (Tomlinson).
Verðbólgan — árangur aðeins
að nafninu til
Minnkun verðbólgu er sá árangur sem
ríkisstjórnin bendir oftast á sem dæmi um
árangur af stjórnarstefnunni, enda fátt
hægt að benda á. Verðbólgan hefur
minnkað umtalsvert síðan 1979 eða úr
13,4% í 5,1% 1985, en er þó enn hærri á
Bretlandi en að meðaltali í OECD-lönd-
um (3,8% 1985), þrátt fyrir hið gífurlega
atvinnuleysi þar í landi. En árangurinn er
ekki eins ótvíræður og íhaldsmenn vilja
vera láta. í fyrsta lagi er verðbólgunni
haldið niðri með háu gengi pundsins,
en hávaxtastefna Thatcher styrkir sterl-
ingspundið á alþjóðagjaldeyrismörkuðum.
Þessi hávaxtastefna kemur auðvitað hart
niður á breskum iðnfyrirtækjum auk þess
sem gengisstefnan veikir útflutningsiðn-
aðinn, því hátt gengi þýðir að fyrirtæki fá
færri pund fyrir afurðir seldar erlendis
fyrir erlendan gjaldeyri. í öðru lagi er
innlend verðbólga mun hærri en meðal-
talsverðbólgan í landinu eða 7,3% 1985
(hér er átt við verðhækkanir á vörum
framleiddum á Bretlandi, innfluttar vörur
ekki taldar með). Mikilvægur þáttur í
hárri innlendri verðbólgu eru háir vextir
og launahækkanir sem eru að meðaltali
mun hærri en verðbólgan; samkvæmt op-
inberum tölum hækkuðu laun á síðasta
ári um 7,5%, þrátt fyrir nær 14% atvinnu-
leysi. í þriðja lagi verður að taka tillit til
þess að yfir 13% atvinnuleysi og kreppu-
ástand dregur í sjálfu sér úr verðbólgu
vegna minni almennrar eftirspurnar í
hagkerfinu. í fjórða lagi er árangur ríkis-
stjórnarinnar vafasamur þegar til lengri
tíma er litið: Hatur Thatchers og öfga-
sinnaðra nýfrjálshyggjumanna á verkalýðs-
hreyfingunni, sem er rótin að stríði henn-
ar gegn launþegasamtökunum kemur í
veg fyrir að „sáttmáli“ í anda stéttasam-
vinnu sé gerður við verkalýðshreyfing-
una, þ.e. sáttmáli sem heldur launahækk-
unum innan fyrirframgefins ramma. Af-
155