Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 43

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 43
Fjárfestingar í sjálfvirkum vélmennum í iðnaði minnkuðu í fyrsta sinn á síðasta ári. Bretar „réðu“ til starfa aðeins 585 vélmenni 1985 en árið áður tók iðnaður- inn í sína þjónustu 670 vélmenni. Á Bretlandi „starfa“ nú aðeins 3208 vél- menni. Samanburður við V.-Þýskaland, helsta keppinaut Breta á heimsmarkaði og í Efnahagsbandalaginu er skuggaleg- ur. Á síðasta ári fjölgaði vélmennum í iðnaði í V.-Þýskalandi um 2200, þau eru nú 8800. í Bandaríkjunum fjölgaði þeim úr 13000 í 20000 á síðasta ári. Ástæða hnignunar vélmennavæðingar Breta er að þess háttar tæknivæðing hefur náð há- marki sínu í bílaiðnaði Breta, en aðrar iðngreinar hafa ekki verið í stakk búnar til að halda þróuninni áfram (samkvæmt árlegri rannsókn „British Robot Assoc- iation“ 1986). Loks má nefna að framleiðni bresks iðnaðar hefur minnkað á stjórnartíma Thatchers og dregur það enn úr samkeppn- isstöðunni. Árleg framleiðniaukning mið- að við umreiknaðar hagsveiflur, hefur dregist saman á undanförnum árum. Frá júlí 1971 til október 1979 var árleg fram- leiðniaukning í iðnaði að meðaltali 1,8%. Frá janúar 1980 til janúar 1981 var hún H% og frá janúar 1981 til október 1982 var hún 1,3%. Hin háa framleiðniaukn- 'ng á árinu 1980 stafaði af því að iðnrek- endur sáu fram á langtíma stöðnun í iðn- aði og sögðu upp starfsmönnum sem þeir höfðu haldið í á meðan lausafjárstaðan enn leyfði og markaður var talinn fyrir framleiðslunni. Hin raunveruelga fram- leiðniaukning hefur því minnkað um nær- fellt þriðjung (Tomlinson). Verðbólgan — árangur aðeins að nafninu til Minnkun verðbólgu er sá árangur sem ríkisstjórnin bendir oftast á sem dæmi um árangur af stjórnarstefnunni, enda fátt hægt að benda á. Verðbólgan hefur minnkað umtalsvert síðan 1979 eða úr 13,4% í 5,1% 1985, en er þó enn hærri á Bretlandi en að meðaltali í OECD-lönd- um (3,8% 1985), þrátt fyrir hið gífurlega atvinnuleysi þar í landi. En árangurinn er ekki eins ótvíræður og íhaldsmenn vilja vera láta. í fyrsta lagi er verðbólgunni haldið niðri með háu gengi pundsins, en hávaxtastefna Thatcher styrkir sterl- ingspundið á alþjóðagjaldeyrismörkuðum. Þessi hávaxtastefna kemur auðvitað hart niður á breskum iðnfyrirtækjum auk þess sem gengisstefnan veikir útflutningsiðn- aðinn, því hátt gengi þýðir að fyrirtæki fá færri pund fyrir afurðir seldar erlendis fyrir erlendan gjaldeyri. í öðru lagi er innlend verðbólga mun hærri en meðal- talsverðbólgan í landinu eða 7,3% 1985 (hér er átt við verðhækkanir á vörum framleiddum á Bretlandi, innfluttar vörur ekki taldar með). Mikilvægur þáttur í hárri innlendri verðbólgu eru háir vextir og launahækkanir sem eru að meðaltali mun hærri en verðbólgan; samkvæmt op- inberum tölum hækkuðu laun á síðasta ári um 7,5%, þrátt fyrir nær 14% atvinnu- leysi. í þriðja lagi verður að taka tillit til þess að yfir 13% atvinnuleysi og kreppu- ástand dregur í sjálfu sér úr verðbólgu vegna minni almennrar eftirspurnar í hagkerfinu. í fjórða lagi er árangur ríkis- stjórnarinnar vafasamur þegar til lengri tíma er litið: Hatur Thatchers og öfga- sinnaðra nýfrjálshyggjumanna á verkalýðs- hreyfingunni, sem er rótin að stríði henn- ar gegn launþegasamtökunum kemur í veg fyrir að „sáttmáli“ í anda stéttasam- vinnu sé gerður við verkalýðshreyfing- una, þ.e. sáttmáli sem heldur launahækk- unum innan fyrirframgefins ramma. Af- 155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.