Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 46

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 46
hámörkunar framleiðslu eða fullrar at- vinnu, heldur aðeins til verðbólgu; þjóðarframleiðslan er aðeins í há- marki þegar markaðir eru í jafnvægi (framboðs og eftirspunar og þá er vinnumarkaðurinn meðtalinn); 2) aukin umsvif hins opinbera og aukn- ing peningamagns kemur ekki á jafn- vægi á mörkuðum heldur veldur aðeins auknum verðbólguvæntingum þegar til lengri tíma er litið, en auknar verð- bólguvæntingar leiða svo aftur til víta- hrings hækkunar kaupgjalds og verð- lags; 3) aðgerðir ríkisvaldsins eru því áhrifs- lausar þegar til lengri tíma er litið og í versta falli skaðlegar því þær koma í veg fyrir að jafnvægi komist á; 4) ríkisstjórnum ber því að draga úr ríkisafskiptum og halda aukningu pen- ingamagns innan fyrirfram ákveðinna marka (peningamagn aukist minna eða jafnt og hagvöxtur) til að draga úr verðbólgu væntingum; 5) einkageirinn er sagður hafa innbyrðis tilhneigingu til stöðugleika og jafn- vægis ef ríkisvaldið hefur ekki afskipti af honum; 6) ef hagkerfið er nært á meðölum pen- ingamagnskenninganna er ekkert ósjálf- viljugt atvinnuleysi í hagkerfinu; þeir sem eru atvinnulausir hafa kosið að vinna ekki fyrir þeim launum sem í boði eru og kjósa fremur að vera að- gerðalausir; og loks 7) „staðfestureglan“ eða m.ö.o. sú fullyrðing að forsendur þess að stefnan skili árangri er að almenningur hafi trú á að ríkisstjórnin-muni ekki hvika frá stefnu sinni í peningamálum, hvað svo sem á dynur (þ.e. almenn trú á sterka stjórn, leiðtoga eða ,,járnfrú“). Kenningaleg upplausn Meginvandamál öfgasinnanna, ný- frjálshyggjumannanna, er að engan veg- inn er augljóst hvernig ber að útfæra efna- hagsstefnu í anda peningamagnskenn- inganna; áherslurnar eru mismunandi og peningamagnskenningarnar margar. I Bandaríkjunum hefur ríkisstjórn Reag- ans lagt áherslu á skattalækkanir og af- nám reglugerða sem „þrengja" að iðnað- inum. Þar að auki hefur Reagan-stjórnin komið á gífurlegum fjárlagahalla sem fjármagnaður er með lántökum, en sam- kvæmt „kenningunum“ verða lánin end- urgreidd í framtíðinni með auknum skatt- tekjum sem skapast af framleiðniaukn- ingu sem ríkisumsvifin munu skapa (ýms- ir monetaristar hafa gagnrýnt Reagan og þykir þeim hættulega keynesiskur tónn í stefnunni). Stefna Thatcher er gjörólík stefnu Reagans. Hún hefur lagt áherslu á endur- skipulagningu vinnumarkaðarins til að draga úr völdum verkalýðshreyfinginnar, jafnframt því að lækka skatta á hátekju- fólki (og skapa þannig aukinn sparnað) og fyrirtækjum. í stað beinna skatta hefur verið lögð áhersla á óbeina skatta (eink- um söluskatt). Aukinn sparnaður hinna ríku á síðan að verða forsenda aukinna fjárfestinga sem eiga eftir einhverjum dulrænum leiðum markaðarins að skila sér í aukinni framleiðni og framleiðslu. Lykilatriðið í stefnu Thatcher hefur þó verið að draga úr almennri eftirspurn í hagkerfinu með samdráttarstefnu í ríkis- geiranum og auka atvinnuleysið svo mik- ið að „verðbólguhugarfarið verði kveðið niður í eitt skipti fyrir öll“ og óhagkvæm fyrirtæki verði gjaldþrota. Stefnan endurskoðuð 1983 Stefna stjórnarinnar hefur vafalaust 158
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.