Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 51

Réttur - 01.08.1986, Side 51
þessum kenningum gefa menn sér að auð- valdskerfið, sem einkennist af samkeppni milli fyrirtækja í einkaeign, búi yfir þeirri innri náttúru að leita ávallt í jafnvægis- og stöðugleikaástand ef samkeppni á mörk- uðum er óheft. Þetta ástand leiðir til há- marks afkasta eða framleiðslu og velsæld- ar heildarinnar samkvæmt kenningunum. Ef þetta velsældarástand er ekki fyrir hendi, eins og á samdráttarskeiðum þegar atvinnuleysi eykst og mikill hluti fram- leiðslutækja stendur ónotaður í verk- smiðjusölunum, þá skortir á að markaðs- öflin og „frjáls samkeppni“ blómstri. At- vinnuleysi, t.d. stafar af því að launþegar verðleggja vinnu sína of hátt, því fjár- festa atvinnurekendur ekki meðan gróð- inn er hlutfallslega ónógur. Þannig hafa launþegar skapað sér atvinnuleysið sjálfir, atvinnuleysi er ávallt sjálfskapað af hálfu launþega (þ.e. allt atvinnuleysi umfram „eðlilegt atvinnuleysi“ sem stafar af truflunum á mörkuðum eða tímabundn- um breytingum). Atvinnuleysi sem sprett- ur af grundvallarbreytingum á hagkerfinu sjálfu eða vegna tækniþróunar rúmast því ekki innan ramma kenninganna. Þessar öldnu hagfræðikenningar hafa löngum verið gagnrýndar fyrir óraunsæi. Utan herbúða marxista eru kenningar J.A. Schumpeters á 4. og 5. áratugnum meðal skörpustu gagnrýni á forsendur ný- klassískrar hagfræði eða „kreddu hag- fræði“ eins og hún er gjarnan kölluð. Samkvæmt kenningum Schumpeters eru megineinkenni auðvaldskerfisins ekki stöðugleiki heldur þvert á móti óstöðug- leiki og ójafnvægi sem er innri forsenda þeirra framfara og velsældar sem auð- valdskerfið hefur skapað. Stöðugleika og jafnvægi er sífellt raskað með framförum í framleiðslutækni sem atvinnurekendur skapa í skefjalausri leit þeirra að gróða. Þegar ný tækni hefur sannað gildi sitt breiðist hún út um hagkerfið og sam- keppnin milli fyrirtækja eyðir smám sam- an umframgróðanum sem upphafsfyrir- tæki(n) skópu og síðan þau sem á eftir komu áskotnaðist. Þetta ferli frá tækni- nýjungum til útrýmingar umframgróðans á sér stað á því tímabili þegar stefnir að jafnvægi í atvinnugreininni eða hagkerf- inu í heild ef tækninýjungar eru djúptæk- ar og grundvallandi. Þetta ferli er jafn- framt forsenda þeirra hagsveiflna sem einkenna auðvaldskerfið og birtist í lang- tímahagsveiflum sem grundvallast á djúp- tækum tækninýjungum og hafa endað í efnahagskreppum með 40-50 ára millibili í sögu auðvaldskerfisins. Hagsveiflusaga auðvaldskerfisins sést á línuritinu hér á næstu síðu. Auk þess að lýsa auðvaldskerfinu á ór- aunsæjan hátt með því að gera ráð fyrir innri tilhneigingu til stöðugleika, eru kenningar ný-klassískrar hagfræði óraun- sæjar í ljósi þeirrar ófullkomnu samkeppni sem einkennir auðvaldskerfið á þessari öld. Einn mikilvægasti þátturinn í þeim framförum og þeirri efnahagslegu velsæld sem auðvaldskerfið hefur skapað, er framleiðniaukning sem grundvallast á svokölluðu „lögmáli stærðarinnar“. Þetta lögmál felur í sér að þeim mun mikilvirk- ari sem framleiðslutæki og vélar eru og þeim mun meira magn sem framleitt er af tiltekinni vöru, — þeim mun ódýrari er hver framleidd eining (lögmálið á sér þó sín „efri mörk“). Ein afleiðing lögmálsins er að hlutfallið milli launa og véla í l'jár- festingum í framleiðslunni raskast um leið og vélarnar verða afkastameiri. Önn- ur afleiðing er að stöðugt erfiðara er fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn og taka þátt í samkeppninni því fjár- 163

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.