Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 64

Réttur - 01.08.1986, Page 64
ERLEND VÍÐSJÁ —i „Lýðræði og jafnrétti“ England þykist vera eitt af forustu- löndum í baráttu fyrir lýðræði og jafn- rétti. — Um aldamótin síðustu drottnaði breska heimsveldið yfir fjórðungi jarðar- innar — og arðrændi miskunnarlaust. Breska yfirstéttin hefur nú misst það vald, — en henni tókst þó með aldakúgun Indlands að stytta meðalaldur Indverja um 10 ár! En hvernig er ástandið nú heima fyrir, þegar hræsnin um lýðræðis- og jafnaðar- ást hefur tekið við af valdahrokanum? Skipting þjóðarauðsins í Bretlandi er þessi: 1% íbúanna á 20% þjóðarauðsins. Helmingur þjóðarinnar, hinir fátæku, eiga 4% þjóðarauðsins. Það er svona misskipting auðs og tekna, sem Nato-drottnana dreymir um að koma á hér á íslandi, eru þegar að koma á þeirri fátækt, sem verkalýðnum undir forustu sósíalista tókst að afnema í þrjá áratugi, — og eru búnir að koma hér upp auðugustu og fámennustu yfirstétt, sem á íslandi hefur drottnað, þýlyndum Kanaþjónum. Og í Bandaríkjunum! í Bandaríkjunum ráða 482 fjölskyldur meir en 2200 milljörðum dollara, hér um bil 40% af fjármagni þjóðarinnar og er þá ekki reiknað með það fjármagn, sem er í húsbyggingum. — En meir en 35 mill- jónir íbúanna búa við fátækt. Um mitt ár 1985 voru í Bandaríkjunum 13 milljónir manna atvinnulausir eða höfðu litla sem enga vinnu. Samkvæmt opinberum skýrslum lifa tveir fimmtu hlutar bænda í Bandaríkjun- um við lífskjör, sem eru lakari en hið op- inbera fátæktarlágmark. — Á síðustu þrem árum hafa 239 þúsund bændafjöl- skyldur yfirgefið bú sín vegna landbúnað- arkreppunnar. Pað þarf hins vegar ekki að taka það fram að aldrei hefur gróði bandarískra drápstækjaframleiðenda verið meiri en 176

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.