Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 5
og heimsendingu matar. f>að er mikilvægt, eins og segir í mark- miðsgrein laganna, að vistun á stofnun verði veitt í samræmi við þörf og ástand hins aldraða og á því þjónustustigi sem eðlilegt er. Til þess að svo megi verða þarf þörf aldraðra í hverju sveitarfélagi að vera þekkt, og stjórnendur stofnana þurfa að vera fúsir til að láta mat á þörf ráða hverjir fá vist. Lög um málefni aldraðra fela starfsliði heilsugæslustöðva og félagsmálastarfs- mönnum þetta mat. Þar er svo fyrir mælt að við heilsugæslustöðvar skuli starfa þjónustuhópar aldraðra sem m.a. sinni þessu verkefni. Slíkir hópar starfa nú víða á landinu. í Reykjavík hefur ekki verið komið upp starfhæfum hópi, og er það slæmt þar sem einmitt hér í fjölmenn- inu er brýn þörf á samræmdu mati til þess að úthiutun vistrýma geti orðið réttlát. Þeir sem eru 67 ára og eldri eiga rétt á greiðslum frá almannatryggingum, en undir þeim greiðslum stendur ríkissjóður að hluta. Sumir eiga auk þess rétt á lífeyr- isgreiðslum úr sérsjóðum en oftast er þar um smáar upphæðir að ræða enn sem komið er. Það er eitt af stórverkefnunum sem bíða að samræma þennan misjafna lífeyrisrétt og almannatryggingakerfið. Þegar kemur að vistun á dvalarheimili greiða almannatryggingar uppbót á ellilíf- eyri, ef tekjur hins aldraða hrökkva ekki til að greiða vistina, og það gera þær sjaldnast. Sá sem fær einhver eftirlaun þarf því að láta þau ganga upp í vistgjald- ið áður en uppbót er veitt, en fær að halda eftir vasapeningum. Komi að vistun á sjúkrastofnun taka sjúkratryggingar við greiðslunni á vistgjaldi að fullu, en á móti kemur að almennur ellilífeyrir fellur nið- ur að frátöldum smávægilegum vasapen- ingum. Sá sem á rétt á eftirlaunum úr líf- eyrissjóði fær aftur á móti að halda þeim þegar á sjúkrastofnun er komið. Lögin ætlast til að á þessu verði breyt- ing þannig að greiðslur verði með sama hætti hvort sem um dvalarheimili eða hjúkrunarheimili er að ræða, en hinn aldraði haldi eftir til eigin þarfa 25% af tekjum, meðan hann er svo hress að hann getur verið á dvalarheimili, en 15% þeg- ar heilsunni hefur hrakað svo að hjúkrun- arvistar er þörf. Séu eigin tekjur litlar eða engar átti að sjá til þess að vasapeningar væru ofan við ákveðið lágmark. Þetta ákvæði hefur þó ekki komið til framkvæmda vegna þess að það hefði valdið ríkissjóði nokkrum útgjöldum til að byrja með, en eftir eitthvert árabil hefði dregið úr kostnaði sjúkratrygginga og byrðin færst að nokkru yfir á lífeyris- sjóði. Það er verðugt verkefni fyrir Alþýðu- bandalagið að varðveita og bæta þessi lög. Á aðra er ekki að treysta. 5

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.