Réttur


Réttur - 01.01.1987, Side 20

Réttur - 01.01.1987, Side 20
Eiga núlifandi börn heims enga framtíð? Það deyja árlega um 40 milljónir barna af fæðuskorti og sjúkdómum skorts og fátæktar. En það vofir verra yfir. Hervald Bandaríkjanna býr sig undir að geta þurrkað alla andstæðinga sína út með kjarnorkusprengjum, eiturefnum og stjörnustríði. En andstæðingarnir búa sig líka undir að mæta slíkum árásum. Bara kjarnorkuvopn heims geta nú drepið hvert mannsbarn sex sinnum. Er ekki mál að þessari vitfyrringu linni? Hverjir eru þeir foreldrar sem vilja að börn sín séu drepin — og öll önnur verði, ásamt foreldrum og öðru fólki, kjarn- orkuvopnunum og eitrinu að bráð? Ábyrgðin hvílir á valdhöfum Banda- ríkjanna og öllum, sem í blindni styðja þá til illverkanna. F*að er upp risin sú örlagastund mann- kyns að hver einstaklingur verður að finna til sinnar ábyrgðar: Að knýja fram frið um allan heim! • Að knýja fram útrýmingu allra atom- sprengja og eiturefna! 0 Að hindra alla þróun til stjörnustríðs og eyðingar í himingeimnum! • Að taka síðan til með afnám hinna fornu vopna, sem að vísu gátu ei út- rýmt öllu mannkyni, en valdið dauða milljónatuga mann, kvenna og barna í stríðum mannkynssögunnar hingað til. • Að hindra algerlega alla framleiðslu vopna af hverju tagi sem er, — og það verður við ramman reip að draga því vopnaframleiðslan er, fyrst og fremst í Bandaríkjunum, stórkostlegasta gróða- uppspretta voldugustu auðstéttar jarðar. En það er um líf eða dauða allra jarðar- búa að tefla. Eiga núlifandi börn í veröldinni að fá að veröa fullorðin — fá að lifa, — eða ekki? 20

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.