Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 32
Hin djarfa
stefnubreyting
í Sovétríkjunum
Leiðir hún til endurnýjunar
á valdi og áhrifum
sósíalismans ?
I.
Stefnubreyting sú, sem Gorbatshoff boöar nú í Sovétríkjunum, getur haft í för
meö sér stóreflingu á valdi og áhrifum sósíalismans í heiminum. Friöarboð-
skapurinn hefur að vísu lengi verið einkennandi fyrir stefnu Sovétríkjanna, en
honum verður nú framfylgt með meiri dirfsku en nokkru sinni, meðan Bandarík-
in hinsvegar einangrast meir og meir í vitfirringslegri hernaðarstefnu sinni og
fleiri og fleiri í Bandaríkjunum sjálfum vakna til andstöðu við þá vítisstefnu.
Hinsvegar boðar það umburðarlyndi, sem nú einkennir stefnu Gorbatschoffs,
sú barátta gegn spillingu í ríkiskerfinu og afstaðan til sögulegra mistaka svo að
segja aldahvörf í pólitík Sovétstjórnarinnar.
II.
Þegar menn dæma og skilgreina stefnu
þá sem ríkir á hverjum tíma í Sovétríkj-
unum og aðgerðir þær, sem framkvæmd-
ar eru, verða menn að hafa í huga hvílíkt
einstakt kraftaverk það er að sósíalistísk-
ur flokkur skuli yfirleitt hafa komist til
valda þar eystra og að í því forna Rúss-
landi skuli yfirleitt hafa tekist að leggja
grundvöll að sósíalistísku ríki.
Hið gamla rússneska keisaraveldi var
raunverulega ólíklegast allra Evrópu-
landa til slíkrar þjóðfélagsbyltingar: Hálf-
ánauðug bændastétt, ólæs og óskrifandi,
— sterk verkalýðshreyfing aðeins í örfá-
um stórborgum, — og fjandsamlegt auð-
vald drottnandi í öllum Evrópulöndum.
Pað auðvald hafði þegar 1871 kæft í blóði
fyrstu byltingartilraun verkalýðs í iðnríki
eins og Frakklandi, þegar franskir og
þýskir auðvaldsherir tóku höndum saman
um að myrða Parísarkommúnuna, er ráð-
ið hafði höfuðborg Frakklands í þrjá
mánuði.
Það vantaði heldur ekki að jafnt for-
ustumenn byltingarinnar sem fjandmenn
hennar gerðu sér Ijóst, hve tæpt hún stóð.
Lenin sagði við einn félaga sinn í febr-
úar 1918: „Sjáöu hve vel við höfum staðið
okkur, við höfum nú lifað lengur en Par-
ísarkommúnan“ (Fjóra mánuði). — Og
hve tæpt það var að auðvaldsinnrás
32