Réttur


Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 45

Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 45
mínum minnsta bróður gerir þú og mér“? — Segjast ekki auðvaldsþjóðirnar fyrr- nefndu vera kristnar? En það eru framleidd drápstæki fyrir slíkar ótrúlega háar fjárhæðir að væru þær notaðar til að lina hungrið í heimin- um, mætti allt mannkynið verða satt. En það er svo gífurlegur gróði að því að framleiða drápstækin að auðdrottnar Bandaríkjanna sem eru þar fremstir í flokki þverneita að öll ríki sameinist um að hætta allri drápstækjaframleiðslu. Heldur skal eiga það á hættu að allt mannkyn farist í kjarnorkustríði. Gróðinn er þeirra guð í „Mammonsríki Ameríku“ — en svo nefndi síra Matthías Jochumsson Bandaríkin. — „Nú er djöf- ullinn sestur að á jörðinni“, sagði Albert Einstein, er Bandaríkjastjórn lét kasta fyrstu kjarnorkusprengjunni á Hiroshima og Nagasaki. Er ekki tími til kominn að stöðva verk „djöfulsins“ og hindra yfirdrottnun Mammons og ríkja hans, — en hyggja að velferð vors minnsta bróður — áður en það er of seint? Vaxandi mótspyrna gegn skuldaþrælkun „Réttur“ hefur áður skýrt frá vaxandi mótspyrnu í Mið- og Suður-Ameríku gegn skuldaþrælkuninni. Viðurkennt er nú að skuldir þróunarríkja séu orðnar um 1000 milljarðar dollara (1000.000.000.000). Tvímælalaust fer nú vaxandi uggur auð- drottna um að fá þessar skuldir greiddar. Það vofir yfir uppreisn skuldaþrælkaðra þjóða gegn okur-auðvaldi Bandaríkj- anna. Nýlega tilkynnti forseti Brasilíu að Brasilía muni hætta að greiða vexti af skuldum sínum. Búist er við samskonar tilkynningu frá Argentínu. Forseti Mosambik, Samora Machel, myrtur með flugslysi Samora Machel, forseti hins róttæka ríkis Mosambik, var myrtur 19. október 1986 þannig að flugvél sem hann var í var leiðbeint rangt, svo hún fórst. Voru and- stæðingar ríkisstjórnar hans þar að verki. Machel var einn stofnenda Frelimo- flokksins, þjóðfrelsisflokksins í Mosambik 1962, en Eduardo Mondlane var þá for- seti flokksins, en hann var myrtur af port- úgölsku leynilögreglunni 1969. Árið eftir var Machel kosinn formaður. Leiddi hann flokkinn til sigurs í stríðinu við ný- lendustjórn Portúgala í Mosambik 1975. Var síðan að því stefnt að gera Mosambik að sósíalistísku landi. Hinsvegar hatast harðstjórn Suður-Afríku við ríkisstjórn Mosambik og reynir með öllum ráðum: morðum og hverskonar skemmdarverk- um, að vinna henni tjón sökum stuðnings hennar við frelsisbaráttu svertingjanna, sem eins og kunnugt er, eru meirihluti íbúa Suður-Afríku, þrælkaðir og mann- réttindalausir. 45

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.