Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 1

Réttur - 01.08.1987, Síða 1
léttur 70. árgangur 1987 — 3. hefti ísland er nú ríkara að fé en það hefur nokkru sinni verið. En þetta fé er á fárra höndum. Stór hluti af því í eigu nokkurra auðmanna, sem græða á hernáminu, þar sem hernámsvaldið virðist beina gróðanum af hernáminu að útvöldum áhrifamönnum íhalds og Framsóknar. — En mikið fé er og í eigu hverskyns braskara. Þessa nýríku yfirstétt íslands virðist skorta alla ábyrgðartilfinningu gagn- vart örlögum lands og þjóðar. Hún lætur gráðugasta og hættulegasta herveldi heims stjórna sér gersamlega, felur því líf og framtíð lands og þjóðar, — en virðist helst bregða við, ef hervaldið mikla vill ekki láta hana drepa hvali! En þessi forríka yfirstétt er að sama skapi harðvítug gagnvart alþýðu lands vors sem hún er erlendum drottnurum landsins algerlega undirgefin. Fjöldi þeirra kvenna, sem halda uppi sjávarútveginum með erfiði sínu, er svo sví- virðilega illa launaðar að þær verða margar hverjar að leggja á sig tvöfalda vinnu, t.d. þvo gólf verslunarhallanna á kvöldin, ef þær eiga að geta séð sóma- samlega fyrir sér og sínum. Og svo skeytingarlaus er yfirstéttin um nauðsyn- legustu vinnu í landinu, að starfskrafta skortir á sjúkrahúsum, dagheimilum og öðrum lífsnauðsynlegum stofnunum, bara af því yfirstéttin vill ekki greiða sómasamleg laun. — Og ef hið vinnandi fólk hóíar þessari fávísu, en fégjörnu yfirstétt með verkföllum til kauphækkunar, þá drifast þessir féríku fáráðlingar að hóta al- þýðu með gengislækkunum. Þessari ábyrgðarlausu yfirstétt er sama þótt hún með því móti hækki allar erlendar skuldir íslands og sökkvi landi og þjóð 113

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.