Réttur


Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 10

Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 10
Þau Eyjólfur og Guðrún fluttust svo til Siglufjarðar vorið 1939 og hófu búskap sinn á Þormóðsgötunni í húsi hins mikla öðlingsmanns Guðmundur Davíðssonar. Hóf Eyjólfur þá að vinna hjá Aðalbirni. Það var að vísu ekki í upphafi hugsað sem reglulegt iðnnám en leiddi þó síðar til sveins- og meistaraprófs. Ógleymanleg eru mér þau mörgu kvöld sem ég kom í kaffi upp í Þormóðsgötu. Var þar margt rætt enda stórir atburðir að gerast í heiminum. Var mér það sem þroskandi skóli því að húsbóndinn hafði oftast rétt svör við því sem um var rætt, að því leyti sem svör gat verið að fá. Þegar Aðalbjörn fluttist til Reykjavík- ur á fyrri hluta árs 1942 stofnuðum við Eyjólfur vinnustofu í félagi. En það varð stutt í þeim rekstri því að hvorttveggja var að markaður var of takmarkaður og eins hitt að ég var kominn með hálfan hugann í blaðamennskuvesen. Því varð það að Eyjólfur fluttist til Akureyrar síðla sama árs og gekk í félag við okkar ógleymanlega vin og félaga Sigtrygg Helgason og unnu þeir saman þar til Eyj- ólfur fluttist til Reykjavíkur 1961. Þrátt fyrir heilsubrest sem var farinn að gera vart við sig vann Eyjólfur meira en meðal vinnudag. Hann sá um að hafa í reglu myndir og myndamót hjá Þjóðvilj- anum, hann vann á morgnana við tækja- vörslu og fjölritun í Menntaskólanum við Hamrahlíð og á laugardögum og oftar vann hann við Bókasafn Dagsbrúnar. Tel ég víst að það hafi verið hans kærasta við- fangsefni og veit ég að safnið muni bera þess ófá merki að hann hafi um það fjallað. Eyjólfur lést 25. mars s.l. Um æviferil hans vil ég vísa til vandaðrar greinar Kjartans Ólafssonar í Þjóðviljanum 2. apríl s.l. Þegar leiðir hafa nú skilist og samfylgd okkar, sem af ýmsum ástæðum varð slit- róttari en skyldi, er nú lokið, leitar hugur- inn fyrst og fremst til æskukynnanna. Ég minnist þeirrar bjartsýni og baráttugleði sem þá ríkti í okkar hópi, þrátt fyrir kreppu og þrátt fyrir allt. Er með því engu varpað að núlifandi æsku. En æsku sína lifir hver bara einu sinni. Þess vegna verða æskuvinirnir kærastir. Ég biðst ekki undan því að baráttu- tímabil kynslóðar okkar Eyjólfs sé tekið til endurmats, sigrar, ósigrar, árangur, mistök, raunsæi, glámskyggni, o.s.frv. Það er menningarleg nauðsyn. En ég bið um að það verði gert af skilningi og vandaðri meðferð staðreynda. Það er réttur hverrar kynslóðar að verða dæmd á sínum eigin forsendum. Þær eru sá grund- völlur sem henni er léður til þess að starfa á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.