Réttur - 01.08.1987, Side 15
Helcne Wcigel í „Mutter Courage“.
rnarki eftir stríö meö Helene Weigel í
„Berliner Ensemhle“. Og ógleymanlegt
er mér leiksviöiö í „Volksbuhne“, sem þá
var nýbyggt, — þegar „Die Maschinen-
sturmer“ (vélbrjótarnir) ef'lir Ernst Toller
var leikið, — og vélskrímslin tröllauknu
gnæföu viö loft, en börnin 6-12 ára stóðu
sem smádvcrgar viö rætur þcirra. i’eim
var þrælað út 12-16 tíma á sólarhring, svo
og konunum, báðum l'yrir sultarkaup, en
vefararnir sátu atvinnulausir heima. Það
var „morgunroði" hins alfrjálsa auðvalds-
skipulags í Bretlandi, enda var verið að
drepa liina „uppvaxandi“ kynslóð, svo
skynsamari borgarar, ersáu fram á verka-
fólksskort í næstu kynslóð, urðu við kröf-
unni um þau lög, er bönnuðu börnum
undir 10 árum að vinna lengur en 10 tíma
á dag í verksmiðjunum. Það var það sem
Marx kallaði „fyrsta sigur er hagfræði
verkalýðsins vann á hagfræði borgar-
anna“.
Það var margs að minnast frá auðvald-
inu í árdögum þess, grimmdarinnar er
þrælkaði kornung börnin til bana, — en
ekkert var það hjá þeim hamslausa níð-
ingsskap, er það sýndi á ellidögunum, er
það var farið að óttast um völd sín, — og
birtist hræðilegast í drottnun nasismans,
er þýska auðmannastéttin leiddi til valda í
janúar 1933. Menning sú, er þrátt fyrir
allt hafði einkennt Weimartímabilið, vék
nú fyrir verstu ófreskju, er Berlín og Evr-
ópa yfirleitt höfðu kynnst.
III.
Blóðhundastjórn í Berlín
„Réttur“ hefur ritað svo margt og mik-
ið um ógnarstjórn nasista í Þýskalandi að
ekki skal það endurtekið hér. En eitt af
þeim níðingsverkum, er nasistar frömdu í
Berlín skal rætt hér ítarlega sem dæmi um
atferli þeirra, því ekki hefur verið sagt frá
því ódæði hér fyrr:
13 konur hálshöggnar
á 39 nu'nútum
5. ágúst 1943.
Konur, sem tilheyrðu leynisamtökum,
er unnu gegn nasistastjórninni, höfðu
verið fangelsaðar og setið um skeið í
fangelsi við Plötzensee í Berlín. 5. ágúst
1943 kom að því að framkvæma dauða-
dómana.
Fyrsi gengur Frida Wesolek á aftöku-
staðinn. Hún veit að eiginmaður hennar
og 81 árs gamall faðir hennar hafa gengið
nokkrum mínútum áður sama veg — og
hún fetar hann hnarrreist og óbuguð.
Síðan legst IVlaría Terwiel á höggstokk-
127