Réttur


Réttur - 01.08.1987, Page 23

Réttur - 01.08.1987, Page 23
TRYGGVI EMILSSON: V erkamannafélagið Dagsbrún og Eðvarð Sigurðsson I janúarmánuði 1956, þegar Verkamannafélagið Dagsbrún var 50 ára, skrifaði Eðvarð Sigurðsson merka ritgerð um stofnun Dagsbrúnar og kaupgjalds og kjara- baráttu félagsins í hálfa öld. Það sem hér er sett á blað er að mestu byggt á rit- gerð Eðvarðs og skrifað í minningu hans og þess ómetanlega starfs sem hann vann verkalýðshreyfingunni á íslandi frá ungum aldri til æviloka. I minningu for- ustumannsins trausta og hugljúfa sem aldrei féll skuggi á. Og jafnframt í minn- ingu þeirra Dagsbrúnarmanna fjölmargra sem stofnuðu Verkamannafélagið Dagsbrún og gáfu því nafn og tilgang. Verkamenn sem stóðu órofa vörð um heill og heiður félagsins í þrotlausri baráttu um brauðið, í sinni sáru fátækt. Öllum þeim félögum sem aldrei létu merkið falla, eigum vér þakkir að gjalda, íslensk al- þýða, öll íslenska þjóðin. Eðvarð Sigurðsson gekk í Dagsbrún á árinu 1930, tvítugur að aldri. í grein sinni urn Dagbrún dregur hann enga dul á hvernig ástatt var í forustufélagi verka- lýðssamtakanna á íslandi í byrjun kreppu- áranna þar sem íhaldsöflin höfðu náð þar handfestu við hlið jafnaðarmanna sem þá voru í sárum þar sem allstór hluti flokks þeirra hafði lýst þá vanhæfa við að standa í stykkinu fyrir verkalýðinn og stofnað Kommúnistaflokkinn. Eðvarð gekk í Kommúnistaflokkinn við stofnun, og var einn af forustumönn- um þess flokks, enda var Kommúnista- flokkurinn snenuna viðurkenndur flokk- ur alþýðunnar í landinu og bar hátt merki verkalýðshreyfingarinnar og boðaði harö- ari sókn gegn atvinnuleysi og örbirgð en áður hafði þekkst í kaupstöðum á íslandi. Strax á fyrstu árum kreppuáranna var Eð- varð sjálfkjörinn foringi verkamanna í Reykjavík og var þá fljótlega á hvers manns vörum innan verkalýðshreyfingar- innar í landinu, dáður og virtur vegna at- orku og forustuhæfileika. Eg hef áður sagt frá helstu atburðum í sögu Dagbrúnar á kreppuárunum og þá sérstaklega þeim hörðu átökum sem mörkuðu dýpstu sporin, m'unda nóvember- slaginn 1932. Enn vii ég þó minna á að sagt er frá þeim tíðindum í bók þeirra Ólafs R. Einarssonar og Einars Karls Haraldssonar: „Gúttóslagurinn 9. nóv- ember 1932." 135

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.